LeBron James valtaði yfir Portland 31. janúar 2008 09:21 LeBron James skorar hér sigurkörfu Cleveland gegn Portland Nordic Photos / Getty Images Líklega hefur enginn leikmaður spilað betur í NBA deildinni í vetur en LeBron James hjá Cleveland. Hann undirstrikaði það með sanni í nótt þegar hann skoraði meira en allt Portland-liðið í fjórða leikhlutanum í útisigri Cleveland 84-83. Það fauk í James í fjórða leikhlutanum í nótt þegar miðherjinn Joel Przybilla varði frá honum skot og eftir það héldu honum engin bönd. James skoraði 17 af 37 stigum sínum í fjórða leikhlutanum - þar af sigurkörfuna þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hirti auk þess 14 fráköst. Portland skoraði aðeins 15 stig í lokaleikhlutanum. Cleveland var mest 14 stigum undir í leiknum gegn Portland liði sem tapaði þarna aðeins fimmta leik sínum á heimavelli í allan vetur. "James var reiður út í sjálfan sig eftir að hann lét verja frá sér skot og eftir það tók hann yfir leikinn," sagði Zydrunas Ilgauskas, liðsfélagi hans. Cleveland hefur unnið 13 af síðustu 16 leikjum sínum og landaði þessum mikilvæga sigri í nótt án tveggja lykilmanna. LaMarcus Aldridge og Brandon Roy skoruðu 16 stig hvor fyrir Portland. Orlando lagði Miami á heimavelli 107-91 með góðum lokaspretti. Ricky Davis skoraði 21 stig fyrir Miami en Hedo Turkoglu var með 27 stig hjá Orlando. Philadelphia rótburstaði Milwaukee 112-69, en þetta var stærsti sigur Philadelphia síðan liðið flutti í heimahöll sína Wachovia Center og sá stærsti síðan árið 1982. Andre Iguodala skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Royal Ivey 17 fyrir Milwaukee. Toronto hefndi sín rækilega á Washington með 122-83 sigri á heimavelli, en Washington hafði betur í viðureign liðanna í fyrrakvöld eftir framlengdan leik. Andrea Bargnani skoraði 19 stig fyrir Toronto, sem hitti úr 13 af 18 þristum sínum í leiknum. DeShawn Stevenson skoraði 16 stig fyrir Washington. Golden State vann góðan útisigur á New Orleans 116-103. Stephen Jackson skoraði 26 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar. Chris Paul skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn, sem höfðu unnið níu leiki í röð og höfðu unnið alla 20 leiki sína í vetur þar sem þeir skoruðu 100 stig eða meira. Minnesota heldur áfram að rétta úr kútnum og í nótt vann liðið góðan heimasigur á meiðslum hrjáðu liði Chicago 83-67. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota eins og endranær og skoraði 26 stig og hirti 20 fráköst. Denver vann nauman sigur á Memphis 106-102 þar sem Allen Iverson tryggði gestunum í Denver sigurinn á vítalínunni í lokin. Iverson skoraði 32 stig og gaf 12 stoðsendingar en Rudy Gay skoraði 30 stig fyrir Memphis. Utah lagði New York 100-89 á heimavelli og vann þarna sjötta leikinn í röð. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Utah en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Sacramento lagði Charlotte 105-91 á heimavelli. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento og Brad Miller skoraði 22 stig og hirti 21 frákast. Gerald Wallace skoraði 25 stig fyrir Charlotte. Loks vann LA Clippers 95-88 sigur á Atlanta á heimavelli. Josh Smith skoraði 21 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir gestina en Al Thornton fór á kostum hjá Clippers með 33 stigum af bekknum. Chris Kaman og Corey Maggette gátu ekki leikið með Clippers vegna flensu. Staðan í NBA NBA Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Líklega hefur enginn leikmaður spilað betur í NBA deildinni í vetur en LeBron James hjá Cleveland. Hann undirstrikaði það með sanni í nótt þegar hann skoraði meira en allt Portland-liðið í fjórða leikhlutanum í útisigri Cleveland 84-83. Það fauk í James í fjórða leikhlutanum í nótt þegar miðherjinn Joel Przybilla varði frá honum skot og eftir það héldu honum engin bönd. James skoraði 17 af 37 stigum sínum í fjórða leikhlutanum - þar af sigurkörfuna þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hirti auk þess 14 fráköst. Portland skoraði aðeins 15 stig í lokaleikhlutanum. Cleveland var mest 14 stigum undir í leiknum gegn Portland liði sem tapaði þarna aðeins fimmta leik sínum á heimavelli í allan vetur. "James var reiður út í sjálfan sig eftir að hann lét verja frá sér skot og eftir það tók hann yfir leikinn," sagði Zydrunas Ilgauskas, liðsfélagi hans. Cleveland hefur unnið 13 af síðustu 16 leikjum sínum og landaði þessum mikilvæga sigri í nótt án tveggja lykilmanna. LaMarcus Aldridge og Brandon Roy skoruðu 16 stig hvor fyrir Portland. Orlando lagði Miami á heimavelli 107-91 með góðum lokaspretti. Ricky Davis skoraði 21 stig fyrir Miami en Hedo Turkoglu var með 27 stig hjá Orlando. Philadelphia rótburstaði Milwaukee 112-69, en þetta var stærsti sigur Philadelphia síðan liðið flutti í heimahöll sína Wachovia Center og sá stærsti síðan árið 1982. Andre Iguodala skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Royal Ivey 17 fyrir Milwaukee. Toronto hefndi sín rækilega á Washington með 122-83 sigri á heimavelli, en Washington hafði betur í viðureign liðanna í fyrrakvöld eftir framlengdan leik. Andrea Bargnani skoraði 19 stig fyrir Toronto, sem hitti úr 13 af 18 þristum sínum í leiknum. DeShawn Stevenson skoraði 16 stig fyrir Washington. Golden State vann góðan útisigur á New Orleans 116-103. Stephen Jackson skoraði 26 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar. Chris Paul skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn, sem höfðu unnið níu leiki í röð og höfðu unnið alla 20 leiki sína í vetur þar sem þeir skoruðu 100 stig eða meira. Minnesota heldur áfram að rétta úr kútnum og í nótt vann liðið góðan heimasigur á meiðslum hrjáðu liði Chicago 83-67. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota eins og endranær og skoraði 26 stig og hirti 20 fráköst. Denver vann nauman sigur á Memphis 106-102 þar sem Allen Iverson tryggði gestunum í Denver sigurinn á vítalínunni í lokin. Iverson skoraði 32 stig og gaf 12 stoðsendingar en Rudy Gay skoraði 30 stig fyrir Memphis. Utah lagði New York 100-89 á heimavelli og vann þarna sjötta leikinn í röð. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Utah en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Sacramento lagði Charlotte 105-91 á heimavelli. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento og Brad Miller skoraði 22 stig og hirti 21 frákast. Gerald Wallace skoraði 25 stig fyrir Charlotte. Loks vann LA Clippers 95-88 sigur á Atlanta á heimavelli. Josh Smith skoraði 21 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir gestina en Al Thornton fór á kostum hjá Clippers með 33 stigum af bekknum. Chris Kaman og Corey Maggette gátu ekki leikið með Clippers vegna flensu. Staðan í NBA
NBA Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira