Körfubolti

Keflavík og Grindavík unnu uppgjör toppliðanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Grindavíkur og Hauka í kvöld.
Úr leik Grindavíkur og Hauka í kvöld. Víkurfréttir/Jón Björn

Keflavík og Grindavík unnu mikilvægra sigra í kvöld er toppliðin fjögur áttust við innbyrðis í Iceland Express deild kvenna í kvöld.

Fyrir leiki kvöldsins var Keflavík, Grindavík og KR öll með 24 stig á toppi deildarinnar og Haukar með 22 stig.

Keflavík vann sigur á KR í kvöld, 97-87, eftir að hafa verið með ellefu stiga forskot í hálfleik, 53-42.

Þá vann Grindavík fjórtán stiga sigur á Haukum, 80-66, en staðan í hálfleik var 41-34, Grindavík í vil.

Kesha Watson var með 34 stig fyrir Keflavík og Susanne Biemer átján. Hjá KR fór Monique Martin á kostum og skoraði 46 stig og tók þar að auki tólf fráköst, rétt eins og Sigrún Ámundadóttir sem skoraði átján stig.

Tiffany Roberson skoraði 25 stig fyrir Grindavík og tók 20 fráköst þar að auki. Petrúnella Skúladóttir kom næst með fjórtán stig. Hjá Haukum var Kiera Hardy stigahæst með 22 stig en hún tók einnig tíu fráköst. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði tólf stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×