Litli ljóti miðbærinn 30. janúar 2008 11:12 Man ekki til þess að metnaðarfull framtíðarsýn hafi verið til um blessaðan miðbæinn í höfuðborginni Reykjavík. Skipulag hans hefur hrakist á milli embættismanna og stjórnmálamanna í árafjöld, svo og misviturra verslunarmanna og bissnessliðs. Á meðan hefur miðbærinn svo að segja grotnað niður. Hann er ekki svipur hjá sjón; hversu mörg yfirgefin og útkrotuð verslunarhúsnæði eru á reitnum milli Hverfisgötu og Grettisgötu, að viðbættum Skólavörðustígnum frá Leifi heppna og niðrúr? Þvílíkt magn sem þar er samankomið af úðabrúsafreti ... og brotnum rúðum. Ég skrifaði einu sinni grein um miðborgina í Helgarpóstinn sáluga, líklega fyrir réttum aldarfjórðungi. Þá var Hverfisgatan einstefna, rétt eins og Laugavegurinn. Niðurstaðan var að líklega væri leitun að jafn ljótri götumynd og blasir við á Hverfisgötu. Sundurgerðin í húsavali var einstök - og skíturinn á þessum skúraþyrpingum, inn á milli nýlegri húsa, virtist kominn til að vera. Og jafnvel nýju húsin sýndust mér í anda þess sem fyrir var; sundurgerðin alger. Síðan hefur Hverfisgatan versnað. Og Laugavegurinn sömuleiðis. Það hefur verið látið reka á reiðanum ... af alkunnri hentistefnu Íslendinga sem er fólgin í orðunum ... þetta reddast. En þetta hefur ekki reddast. Það þarf að leita til ljótustu borga heims til að finna samjöfnuð. Mér dettur einna helst til hugar Perpignan í Suður-Frakklandi, en þar sást varla í miðborgarhúsin fyrir veggjakroti og skít þegar ég fór þar um seint á síðustu öld. Hafi m,enn hins vegar gengið niður Strikið í Kaupinhavn á síðustu árum sjá menn að þetta þarf ekki að vera svona. Miðborginí Köben hefur aldrei litið betur út; skínandi hrein og til vitnis um stolt og alúð. Það virðist einu gilda hvaða meirihluti er við völd í Reykjavík. Framtíðarsýnin hvað miðborgina varðar er í besta falli óljós - og enn eru menn að vakna upp við skyndifriðanir með andfælum. Skipulagspólitíkin snýst um afleiðingar en ekki orsakir.þ Líklega hefur engri annarri þjóð tekist að flytja sín fegurstu hús í úthverfasafn nema Íslendingum - og skilja miðborgina eftir eins og tannlausu kerlingu í andarslitrunum. Og enn hvarflar að mönnum að flytja fleiri hús, ja til dæmis í Hljómskálagarðinn. Til að rýma til fyrir enn frekari sundurgerð. Skipulagsslysið heldur áfram ... án nokkurrar áfallahjálpar ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun
Man ekki til þess að metnaðarfull framtíðarsýn hafi verið til um blessaðan miðbæinn í höfuðborginni Reykjavík. Skipulag hans hefur hrakist á milli embættismanna og stjórnmálamanna í árafjöld, svo og misviturra verslunarmanna og bissnessliðs. Á meðan hefur miðbærinn svo að segja grotnað niður. Hann er ekki svipur hjá sjón; hversu mörg yfirgefin og útkrotuð verslunarhúsnæði eru á reitnum milli Hverfisgötu og Grettisgötu, að viðbættum Skólavörðustígnum frá Leifi heppna og niðrúr? Þvílíkt magn sem þar er samankomið af úðabrúsafreti ... og brotnum rúðum. Ég skrifaði einu sinni grein um miðborgina í Helgarpóstinn sáluga, líklega fyrir réttum aldarfjórðungi. Þá var Hverfisgatan einstefna, rétt eins og Laugavegurinn. Niðurstaðan var að líklega væri leitun að jafn ljótri götumynd og blasir við á Hverfisgötu. Sundurgerðin í húsavali var einstök - og skíturinn á þessum skúraþyrpingum, inn á milli nýlegri húsa, virtist kominn til að vera. Og jafnvel nýju húsin sýndust mér í anda þess sem fyrir var; sundurgerðin alger. Síðan hefur Hverfisgatan versnað. Og Laugavegurinn sömuleiðis. Það hefur verið látið reka á reiðanum ... af alkunnri hentistefnu Íslendinga sem er fólgin í orðunum ... þetta reddast. En þetta hefur ekki reddast. Það þarf að leita til ljótustu borga heims til að finna samjöfnuð. Mér dettur einna helst til hugar Perpignan í Suður-Frakklandi, en þar sást varla í miðborgarhúsin fyrir veggjakroti og skít þegar ég fór þar um seint á síðustu öld. Hafi m,enn hins vegar gengið niður Strikið í Kaupinhavn á síðustu árum sjá menn að þetta þarf ekki að vera svona. Miðborginí Köben hefur aldrei litið betur út; skínandi hrein og til vitnis um stolt og alúð. Það virðist einu gilda hvaða meirihluti er við völd í Reykjavík. Framtíðarsýnin hvað miðborgina varðar er í besta falli óljós - og enn eru menn að vakna upp við skyndifriðanir með andfælum. Skipulagspólitíkin snýst um afleiðingar en ekki orsakir.þ Líklega hefur engri annarri þjóð tekist að flytja sín fegurstu hús í úthverfasafn nema Íslendingum - og skilja miðborgina eftir eins og tannlausu kerlingu í andarslitrunum. Og enn hvarflar að mönnum að flytja fleiri hús, ja til dæmis í Hljómskálagarðinn. Til að rýma til fyrir enn frekari sundurgerð. Skipulagsslysið heldur áfram ... án nokkurrar áfallahjálpar ... -SER.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun