Körfubolti

Webber snýr aftur til Golden State

Chris Webber og Don Nelson deildu hart hjá Golden State á sínum tíma. Þessi mynd er af þeim félögum árið 1993.
Chris Webber og Don Nelson deildu hart hjá Golden State á sínum tíma. Þessi mynd er af þeim félögum árið 1993. Nordic Photos / Getty Images

Framherjinn Chris Webber hefur gefið það út að hann ætli að skrifa undir samning við Golden State Warriors í kvöld. Webber hóf feril sinn hjá liðinu árið 1993 en fór þaðan í fússi ári síðar eftir deilur við núverandi þjálfara liðsins, Don Nelson.

Webber er 34 ára gamall og var síðast á mála hjá Detroit Pistons. Svo virðist sem Webber og Nelson séu búnir að grafa stríðsöxina, því Webber lýsti því yfir í viðtali við ESPN í nótt að ekkert væri því til fyrirstöðu að hann semdi við liðið sem fékk hann til sín eftir nýliðavalið árið 1993.

Webber mun leika á algjörum lágmarkslaunum fyrir gamla liðið sitt og verður ætlað að auka breiddina í framherja- og miðherjastöðunni hjá liðinu.

Don Nelson hafði áður lýst því yfir í viðtali að hann óttaðist að lið sitt væri ekki nógu gott fyrir átökin í úrslitakeppninni nema það fengi hinn reynda Webber til liðs við sig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×