Erlent

Rússneska mafían sýnir klærnar í Danmörku

Óli Tynes skrifar
Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.

Danska lögreglan hefur varað tvo kaupsýslumenn af rússneskum uppruna við því að orðrómur sé á kreiki um að það eigi að myrða þá.

Lögreglan kom að málinu þegar upp komst að rússneskur auðkýfingur hafði leigt danskan einkaspæjara til þess að hafa upp á mönnunum.

Rússinn, Vladimir Nakrasov situr í fangelsi í heimalandinu. Hann sakar mennina tvo um að hafa stungið af með sem svarar einum milljarði íslenskra króna.

Danska lögreglan veit ekki hvort það er sannleikanum samkvæmt, en kærir sig ekki um að rússneska mafían taki lögin í sínar heldur í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×