James hafði betur í einvíginu við Bryant 28. janúar 2008 04:49 LeBron James var frábær gegn Lakers í nótt Nordic Photos / Getty Images Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James hafði betur í einvígi sínu gegn Kobe Bryant þegar Cleveland vann góðan útisigur á LA Lakers 98-95 í Staples Center í Los Angeles. James skoraði 41 stig fyrir Cleveland í leiknum og hirti auk þess 9 fráköst. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 33 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Þetta var fimmti 40 stiga leikur LeBron James í vetur og það var hann sem innsiglaði sigur Cleveland á vítalínunni þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum. Kobe Bryant reyndi að jafna leikinn fyrir heimamenn en fyrsta skot hans var varið og Cleveland hékk á sigrinum. Fresta þurfti leiknum um nokkrar mínútur vegna leka í þakinu á höllinni. Phoenix lagði Chicago á útivelli 88-77 þar sem Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Phoenix en Kirk Hinrich var atkvæðamestur hjá Chicago með 31 stig. Milwaukee lagði Washington 106-102 í framlengdum leik. Mo Williams skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en Caron Butler var með 40 stig og 8 fráköst hjá Washington. Portland vann nauman heimasigur á Atlanta 94-93 þar sem Brandon Roy tryggði heimamönnum sigurinn með góðum lokakafla. Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Joe Johnson var með 19 stig hjá Atlanta. Dallas lagði Denver 90-85 þar sem Denver lék án Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla. Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Denver en Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas. Minnesota færði New Jersey níunda tapið í röð með 98-95 sigri á heimavelli þar sem Al Jefferson átti besta leik sinn á ferlinum fyrir Minnesota þegar hann skoraði 40 stig og hirti 19 fráköst. Richard Jefferson skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Turkoglu skorar sigurkörfuna gegn Boston Turkoglu tryggði Orlando sigur á Boston Mikil dramatík var í Orlando þar sem heimamenn unnu nauman sigur á Boston Celtics 96-93. Það var Hedo Turkoglu sem var hetja heimamanna þegar hann tryggði liðunu sigurinn með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall. Turkoglu var stigahæstur í liði Orlando með 27 stig og Dwight Howard skoraði 18 stig og hirti 16 fráköst, en Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 24 stig. Boston lék án Kevin Garnett sem er meiddur og um tíma leit út fyrir öruggan sigur heimamanna sem höfðu á tímabili 16 stiga forstu í síðari hálfleik. "Ég held að Hedo hafi ákveðið að gera þetta dramatískt í lokin til að reyna að ná sér í atkvæði fyrir stjörnuleikinn," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando hlæjandi eftir leikinn. Utah lagði Houston á útivelli 95-89 þar sem Houston lék án Yao Ming sem var veikur. Kyle Korver, Andrei Kirilenko og Deron Williams skoruðu 17 stig fyrir Utah, en Tracy McGrady skoraði 19 af 21 stigi sínu í síðari hálfleik. Golden State vann nauman sigur á New York á heimavelli 106-104. Stephen Jackson skoraði megnið af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum fyrir Golden State, Monta Ellis skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst, Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar og Andris Biedrins setti persónulegt met með 11 stigum og 26 fráköstum sem er það mesta sem einn maður hefur frákastað í leik í deildinni í vetur. Nate Robinson var stigahæstur hjá New York með 22 stig og 8 stoðsendingar. Loks vann Sacramento nauman útisigur á Seattle 103-101 þar sem Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento en Kevin Durant skoraði 19 stig fyrir heimamenn í Seattle. Þetta var 14. tap Seattle í röð sem er félagsmet. NBA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James hafði betur í einvígi sínu gegn Kobe Bryant þegar Cleveland vann góðan útisigur á LA Lakers 98-95 í Staples Center í Los Angeles. James skoraði 41 stig fyrir Cleveland í leiknum og hirti auk þess 9 fráköst. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 33 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Þetta var fimmti 40 stiga leikur LeBron James í vetur og það var hann sem innsiglaði sigur Cleveland á vítalínunni þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum. Kobe Bryant reyndi að jafna leikinn fyrir heimamenn en fyrsta skot hans var varið og Cleveland hékk á sigrinum. Fresta þurfti leiknum um nokkrar mínútur vegna leka í þakinu á höllinni. Phoenix lagði Chicago á útivelli 88-77 þar sem Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Phoenix en Kirk Hinrich var atkvæðamestur hjá Chicago með 31 stig. Milwaukee lagði Washington 106-102 í framlengdum leik. Mo Williams skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en Caron Butler var með 40 stig og 8 fráköst hjá Washington. Portland vann nauman heimasigur á Atlanta 94-93 þar sem Brandon Roy tryggði heimamönnum sigurinn með góðum lokakafla. Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Joe Johnson var með 19 stig hjá Atlanta. Dallas lagði Denver 90-85 þar sem Denver lék án Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla. Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Denver en Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas. Minnesota færði New Jersey níunda tapið í röð með 98-95 sigri á heimavelli þar sem Al Jefferson átti besta leik sinn á ferlinum fyrir Minnesota þegar hann skoraði 40 stig og hirti 19 fráköst. Richard Jefferson skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Turkoglu skorar sigurkörfuna gegn Boston Turkoglu tryggði Orlando sigur á Boston Mikil dramatík var í Orlando þar sem heimamenn unnu nauman sigur á Boston Celtics 96-93. Það var Hedo Turkoglu sem var hetja heimamanna þegar hann tryggði liðunu sigurinn með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall. Turkoglu var stigahæstur í liði Orlando með 27 stig og Dwight Howard skoraði 18 stig og hirti 16 fráköst, en Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 24 stig. Boston lék án Kevin Garnett sem er meiddur og um tíma leit út fyrir öruggan sigur heimamanna sem höfðu á tímabili 16 stiga forstu í síðari hálfleik. "Ég held að Hedo hafi ákveðið að gera þetta dramatískt í lokin til að reyna að ná sér í atkvæði fyrir stjörnuleikinn," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando hlæjandi eftir leikinn. Utah lagði Houston á útivelli 95-89 þar sem Houston lék án Yao Ming sem var veikur. Kyle Korver, Andrei Kirilenko og Deron Williams skoruðu 17 stig fyrir Utah, en Tracy McGrady skoraði 19 af 21 stigi sínu í síðari hálfleik. Golden State vann nauman sigur á New York á heimavelli 106-104. Stephen Jackson skoraði megnið af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum fyrir Golden State, Monta Ellis skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst, Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar og Andris Biedrins setti persónulegt met með 11 stigum og 26 fráköstum sem er það mesta sem einn maður hefur frákastað í leik í deildinni í vetur. Nate Robinson var stigahæstur hjá New York með 22 stig og 8 stoðsendingar. Loks vann Sacramento nauman útisigur á Seattle 103-101 þar sem Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento en Kevin Durant skoraði 19 stig fyrir heimamenn í Seattle. Þetta var 14. tap Seattle í röð sem er félagsmet.
NBA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum