Erlent

Dó fyrir ófæddan son sinn

Óli Tynes skrifar
Lorraine Allard og Liam.
Lorraine Allard og Liam.

Bresk kona sem neitaði að láta eyða fóstri sínu þegar í ljós kom að hún var með banvænt krabbamein, er látin.

Lorraine Allard var 33 ára gömul. Þegar hún greindist með krabbamein í lifur var hún gengin fjóra mánuði.

Læknar vildu eyða fóstrinu og hefja lyfjameðferð. Því neitaði Lorraine. Hún frestaði eigin meðferð til þess að bjarga lífi sonar síns.

Liam litli fæddist 15 vikum fyrir tímann hinn 18. nóvember síðastliðinn. Lorraine var með honum öllum stundum þartil hún sjálf lést hinn 18. þessa mánaðar.

Liam þyngist eðlilega og braggast vel, að sögn lækna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×