Hálfleikur - þó það 15. janúar 2008 13:44 Skyldi handknattleiksforystan á Íslandi vera ánægð með þjónustu Ríkissjónvarpsins? Ég á bágt með að trúa því. Ísland - Tékkland. Seinni hálfleikur. Ríkið sýndi sumsé seinni hluta landsleiks Íslendinga og Tékka í gær. Það er náttúrlega talsvert. Og auðvitað skárra en að sýna bara fyrri hálfleikinn. Ég er ekki einn um þá skoðun að Ríkissjónvarpið hafi staðið sig illa í umfjöllun um íslenskan handknattleik það sem af er vetri. Ríkið hefur einkarétt á sýningum frá deildarkeppninni. Og til hvers? Það er skrýtinn einkaréttur að sýna helst ekkert frá mótinu í beinni útsendingu. Það er meira sýnt beint frá þýskum handbolta á Íslandi en þeim íslenska. Sem er sérstakt. Öðruvísi mér áður brá. Sú var tíðin að handboltinn var þjóðaríþrótt og leikjum lýst beint í útvarpi og sjónvarpi af þeim myndugleika sem honum bar. Og ber. Handboltinn á Íslandi er að gjalda fyrir þetta metnaðarleysi Ríkisins. Á meðan þjáumst við handboltaunnendurnir. Af því handbolti er flott íþrótt og enn betra sjónvarpsefni. En seinni hálfleikurinn í gærkvöld? Ja, hann var fínn. Áfram Ísland! -SER. Handboltinnsdvbol Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun
Skyldi handknattleiksforystan á Íslandi vera ánægð með þjónustu Ríkissjónvarpsins? Ég á bágt með að trúa því. Ísland - Tékkland. Seinni hálfleikur. Ríkið sýndi sumsé seinni hluta landsleiks Íslendinga og Tékka í gær. Það er náttúrlega talsvert. Og auðvitað skárra en að sýna bara fyrri hálfleikinn. Ég er ekki einn um þá skoðun að Ríkissjónvarpið hafi staðið sig illa í umfjöllun um íslenskan handknattleik það sem af er vetri. Ríkið hefur einkarétt á sýningum frá deildarkeppninni. Og til hvers? Það er skrýtinn einkaréttur að sýna helst ekkert frá mótinu í beinni útsendingu. Það er meira sýnt beint frá þýskum handbolta á Íslandi en þeim íslenska. Sem er sérstakt. Öðruvísi mér áður brá. Sú var tíðin að handboltinn var þjóðaríþrótt og leikjum lýst beint í útvarpi og sjónvarpi af þeim myndugleika sem honum bar. Og ber. Handboltinn á Íslandi er að gjalda fyrir þetta metnaðarleysi Ríkisins. Á meðan þjáumst við handboltaunnendurnir. Af því handbolti er flott íþrótt og enn betra sjónvarpsefni. En seinni hálfleikurinn í gærkvöld? Ja, hann var fínn. Áfram Ísland! -SER. Handboltinnsdvbol
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun