Erlent

Lögreglustjóri rekinn

Jackie Selebi, lögreglustjóri.
Jackie Selebi, lögreglustjóri.

Jackie Selebi, lögreglustjóri í Suður-Afríku og yfirmaður Alþjóðalögreglunnar Interpol, verður ákærður fyrir spillingu. Hann víkur úr embætti í sínu heimalandi meðan mál hans er til meðferðar.

Saksóknari tilkynnti um ákæruna í gær og í morgun var upplýst að Selebi yrði gert að víkja tímabundið úr embætti.

Lögreglustjóranum er gefið að sök að hafa þegið mútur frá þekktum glæpamönnum. Hann neitar sök.

Í síðasta mánuði var Jacob Zuma, nýkjörinn leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, stjórnarflokks landsins, ákærður fyrir spillingu.

Málin eru ekki talin tengjast en bandamenn Selebi segja ákæruna gegn honum lagða fram af bandamönnum Mbekis, forseta, til að koma höggi á Zuma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×