Körfubolti

Handtekinn fyrir að lúskra á vini fyrrverandi

Glen Rice var ekki skemmt þegar hann fann óboðinn gest í skápnum hjá fyrrverandi konu sinni
Glen Rice var ekki skemmt þegar hann fann óboðinn gest í skápnum hjá fyrrverandi konu sinni NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum stórskyttan Glen Rice í NBA deildinni var handtekinn í gær eftir að hafa gengið í skrokk á manni sem hann fann inni í skáp á heimili fyrrum eiginkonu sinnar Christinu Rice.

Rice lamdi manninn sem hlaut nokkra áverka og fleygði honum út úr íbúðinni. Maðurinn hringdi síðar á lögreglu sem handtók leikmanninn fyrrverandi. Rice borgaði 5,000 dollara tryggingu og lét sig hverfa frá lögreglustöðinni skömmu síðar.

Glen Rice hóf feril sinn í NBA deildinni með Miami Heat árið 1989 eftir að hafa orðið háskólameistari með Michigan skólanum. Hann lék með Miami í sex ár áður en hann gekk í raðir Charlotte Hornets þar sem hann eyddi sínum bestu árum og var meðal annars kjörinn besti leikmaður stjörnuleiksins árið 1997.

Hann lék síðar með LA Lakers og varð meistari með liðinu árið 2000. Rice lagði skóna á hilluna árið 2004.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×