Körfubolti

Bynum finnur peningalykt

Andrew Bynum hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Lakers í vetur
Andrew Bynum hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Lakers í vetur NordicPhotos/GettyImages

Framganga miðherjans unga Andrew Bynum hefur að mörgu leiti verið ástæða góðs gengis LA Lakers í NBA deildinni í vetur. Þjálfarinn Phil Jackson hefur sínar kenningar um framfarir leikmannsins í vetur.

"Ég hugsa að hann sé að spila upp á samning. Það er ekki óeðlilegt að leikmenn spýti í lófana þegar þeir eiga von á því að ná sér í góða samninga," sagði Phil Jackson, þjálfari liðsins í gær,

Bynum er aðeins með 2,1 milljón dollara í árslaun og Lakers liðið nýtti sér réttinn til að framlengja við hann um eitt ár og greiða honum 2,7 milljónir fyrir næsta tímabil.

En hann gæti fengið ríkulega kauphækkun í sumar þegar hann getur í fyrsta sinn skrifað undir stóran langtímasamning - sem gæti tryggt honum allt að 75 milljónir dollara fyrir fimm ára samning ef allt félli með honum.

Bynum var aðeins 17 ára gamall þegar hann kom til Lakers sumarið 2005 og lofaði þá leggja mjög hart að sér hjá félaginu. Phil Jackson segist minna hann á það reglulega.

Bynum skorar 13 stig í leik og hirðir 10 fráköst á takmörkuðum spilatíma og hefur vakið mikla athygli í vetur með einum og einum stórleik inn á milli. Hann hefur einnig vaxið í áliti hjá þjálfaranum sínum eftir að vera stundum sakaður um leti í fyrra.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×