NBA í nótt: Frábært afrek Jason Kidd dugði ekki til Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2008 09:05 Jason Kidd í leiknum gegn Charlotte í nótt. Nordic Photos / Getty Images Jason Kidd náði sinni 97. þrefaldri tvennu á ferlinum í nótt en það dugði engu að síður ekki til gegn Charlotte Bobcats. Charlotte vann New Jersey, 115-99, en Kidd var með þrettán stig, ellefu fráköst og tólf stoðsendingar í leiknum. Þetta var hans þriðja þrefalda tvenna í jafn mörgum leikjum og er það í fyrsta skiptið sem Kidd nær því. Hann er sömuleiðis fyrsti leikmaður NBA-deildarinnar í meira en áratug sem nær því afreki. Kidd hefur náð þrefaldri tvennu í fjórtán tímabil í röð sem er met í NBA-deildinni. Hann er þriðji í röðinni yfir þá sem hafa náð flestum þreföldum tvennum á ferlinum en á talsvert langt í hina tvo. Oscar Robertson náði flestum, 181 talsins, og Magic Johnson náði 138. Hann er þó í hópi góðra manna því Wilt Chamberlain er í fjórða sæti með 78 þrefaldar tvennur og Larry Bird í því fimmta með 59. Kidd mun þó sennilega bæta sitt persónulega met en hann hefur þegar náð tíu þreföldum tvennum á þessu tímabili. Metið er tólf sem hann setti á síðasta tímabili. „Þrefalda tvennan hefur ekkert að segja nema að við vinnum leikinn," sagði Kidd. Sigur Charlotte var öruggur en staðan í hálfleik var 59-45. Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir liðið og Gerald Wallace bætti við 21 og ellefu fráköstum. Richard Jefferson var stigahæstur leikmanna New Jersey með 25 stig og Vince Carter var með sautján. Rashad McCants reynir að komast framhjá Udonis Haslem í leik Minnesota og Miami í nótt.Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum sínum með sigri á Seattle í nótt, 95-79. LeBron James var með 22 stig hjá Cleveland. Þá náði Minnesota loksins að vinna sigur og batt þar með enda á átta leikja taphrinu liðsins. Það er þó lítil tilviljun að liðið vann annað lið sem hefur átt í erfiðleikum - nefnilega Miami Heat. Minnesota vann með tíu stiga mun, 101-91. Þá vann New York sinn fyrsta sigur í átta leikjum þegar liðið vann Chicago, 105-100. Úrslit annarra leikja: Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 83-87 Washington Wizards - Houston Rockets 84-92 Memphis Grizzlies - LA Lakers 101-117Utah Jazz - Indiana Pacers 111-89Sacramento Kings - Orlando Magic 104-100 NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Jason Kidd náði sinni 97. þrefaldri tvennu á ferlinum í nótt en það dugði engu að síður ekki til gegn Charlotte Bobcats. Charlotte vann New Jersey, 115-99, en Kidd var með þrettán stig, ellefu fráköst og tólf stoðsendingar í leiknum. Þetta var hans þriðja þrefalda tvenna í jafn mörgum leikjum og er það í fyrsta skiptið sem Kidd nær því. Hann er sömuleiðis fyrsti leikmaður NBA-deildarinnar í meira en áratug sem nær því afreki. Kidd hefur náð þrefaldri tvennu í fjórtán tímabil í röð sem er met í NBA-deildinni. Hann er þriðji í röðinni yfir þá sem hafa náð flestum þreföldum tvennum á ferlinum en á talsvert langt í hina tvo. Oscar Robertson náði flestum, 181 talsins, og Magic Johnson náði 138. Hann er þó í hópi góðra manna því Wilt Chamberlain er í fjórða sæti með 78 þrefaldar tvennur og Larry Bird í því fimmta með 59. Kidd mun þó sennilega bæta sitt persónulega met en hann hefur þegar náð tíu þreföldum tvennum á þessu tímabili. Metið er tólf sem hann setti á síðasta tímabili. „Þrefalda tvennan hefur ekkert að segja nema að við vinnum leikinn," sagði Kidd. Sigur Charlotte var öruggur en staðan í hálfleik var 59-45. Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir liðið og Gerald Wallace bætti við 21 og ellefu fráköstum. Richard Jefferson var stigahæstur leikmanna New Jersey með 25 stig og Vince Carter var með sautján. Rashad McCants reynir að komast framhjá Udonis Haslem í leik Minnesota og Miami í nótt.Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum sínum með sigri á Seattle í nótt, 95-79. LeBron James var með 22 stig hjá Cleveland. Þá náði Minnesota loksins að vinna sigur og batt þar með enda á átta leikja taphrinu liðsins. Það er þó lítil tilviljun að liðið vann annað lið sem hefur átt í erfiðleikum - nefnilega Miami Heat. Minnesota vann með tíu stiga mun, 101-91. Þá vann New York sinn fyrsta sigur í átta leikjum þegar liðið vann Chicago, 105-100. Úrslit annarra leikja: Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 83-87 Washington Wizards - Houston Rockets 84-92 Memphis Grizzlies - LA Lakers 101-117Utah Jazz - Indiana Pacers 111-89Sacramento Kings - Orlando Magic 104-100
NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga