NBA í nótt: Golden State vann San Antonio í framlengingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2008 09:02 Baron Davis átti stórleik með Golden State í gær. Nordic Photos / Getty Images Baron Davis og Stephen Jackson áttu stjörnuleik er lið þeirra, Golden State, vann San Antonio Spurs í framlengdum leik í nótt, 130-121. Davis var á góðri leið með að tryggja sínum mönnum sigur í fjórða leikhluta með hverri körfunni á fætur annarri en Tony Parker bjargaði sínum mönnum með þriggja stiga körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka. Í framlengingunni skoraði Stephen Jackson tólf stig og Davis lét sitt ekki eftir liggja, gaf þrjár stoðsendingar og skoraði mikilvæga körfu. Golden State vann öruggan níu stiga sigur í framlengingunni. Davis var samtals með 34 stig og fjórtán stoðsendingar í leiknum. Auk þess átti hann hlut í 28 stigum á síðustu tíu mínútum leiksins með því að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Jackson var með 29 stig en stigahæstur hjá San Antonio var Tim Duncan með 32 stig og þrettán fráköst. Tony Parker kom næstur með 31 stig og átta stoðsendingar. Leikkonan Jessica Alba var meðal áhorfenda á leik Golden State og San Antonio í nótt. Unnusti hennar, Cash Warren, er góðvinur Baron Davis. Hér faðmar hún Tony Parker, leikmann San Antonio.Nordic Photos / Getty Images Aðeins voru tveir leikir í NBA-deildinni í nótt en í hinum vann Phoenix Suns 22 stiga sigur á Denver Nuggets, 137-115, í uppgjöri tveggja toppliða í Vesturdeildinni. Shawn Marion skoraði 27 stig í leiknum, tók fjórtán fráköst og varði sex skot og átti stærstan þátt í því að binda enda á þriggja leikja sigurgöngu Denver. Alls skoruðu leikmenn Phoenix 20 þriggja stiga körfur í leiknum, Marion átti þar af fimm. Metið í NBA-deildinni er 21 þriggja stiga karfa hjá einu liði. Amare Stoudamire og Grant Hill voru með 20 stig hver en sá fyrrnefndi var einnig með tíu fráköst. Steve Nash var með þrettán stig og tíu stoðsendingar. Hjá Denver var Allen Iverson stigahæstur með 32 stig og Carmelo Anthony var með 20. NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Baron Davis og Stephen Jackson áttu stjörnuleik er lið þeirra, Golden State, vann San Antonio Spurs í framlengdum leik í nótt, 130-121. Davis var á góðri leið með að tryggja sínum mönnum sigur í fjórða leikhluta með hverri körfunni á fætur annarri en Tony Parker bjargaði sínum mönnum með þriggja stiga körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka. Í framlengingunni skoraði Stephen Jackson tólf stig og Davis lét sitt ekki eftir liggja, gaf þrjár stoðsendingar og skoraði mikilvæga körfu. Golden State vann öruggan níu stiga sigur í framlengingunni. Davis var samtals með 34 stig og fjórtán stoðsendingar í leiknum. Auk þess átti hann hlut í 28 stigum á síðustu tíu mínútum leiksins með því að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Jackson var með 29 stig en stigahæstur hjá San Antonio var Tim Duncan með 32 stig og þrettán fráköst. Tony Parker kom næstur með 31 stig og átta stoðsendingar. Leikkonan Jessica Alba var meðal áhorfenda á leik Golden State og San Antonio í nótt. Unnusti hennar, Cash Warren, er góðvinur Baron Davis. Hér faðmar hún Tony Parker, leikmann San Antonio.Nordic Photos / Getty Images Aðeins voru tveir leikir í NBA-deildinni í nótt en í hinum vann Phoenix Suns 22 stiga sigur á Denver Nuggets, 137-115, í uppgjöri tveggja toppliða í Vesturdeildinni. Shawn Marion skoraði 27 stig í leiknum, tók fjórtán fráköst og varði sex skot og átti stærstan þátt í því að binda enda á þriggja leikja sigurgöngu Denver. Alls skoruðu leikmenn Phoenix 20 þriggja stiga körfur í leiknum, Marion átti þar af fimm. Metið í NBA-deildinni er 21 þriggja stiga karfa hjá einu liði. Amare Stoudamire og Grant Hill voru með 20 stig hver en sá fyrrnefndi var einnig með tíu fráköst. Steve Nash var með þrettán stig og tíu stoðsendingar. Hjá Denver var Allen Iverson stigahæstur með 32 stig og Carmelo Anthony var með 20.
NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum