Sport

Gatlin í fjögurra ára bann

Justin Gatlin virðist ætla að feta í fótspor löndu sinnar Marion Jones og eyðileggja ferilinn með lyfjamisnotkun
Justin Gatlin virðist ætla að feta í fótspor löndu sinnar Marion Jones og eyðileggja ferilinn með lyfjamisnotkun NordicPhotos/GettyImages

Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann fyrir að falla á lyfjaprófi árið 2006. Ólympíumeistarinn gæti átt eftir að áfrýja banninu, en ef hann hefur ekki erindi sem erfiði gæti ferli hans verið lokið.

Það er bandaríska blaðið Washington Post sem greinir frá þessu í dag en þriggja manna nefnd úrskurðaði í málinu. Niðurstaða nefndarinnar var að ekki væri hægt að dæma hinn 25 ára gamla Gatlin í styttra bann af því þetta var í annað sinn sem hann féll á lyfjaprófi.

Gatlin féll á lyfjaprófi árið 2001 en fékk þó fljótlega að keppa aftur. Þar bar hann því við að hann hefði notað lyf við athyglisbresti. Hann gerðist hinsvegar sekur um steraneyslu þegar hann féll á síðara prófinu.

Gatlin vann öll 100 metra hlaup sín á árinu 2006 þar sem hann m.a. jafnaði heimsmetið í greininni sem þá var 9,77 sekúndur. Hann varð Ólimpíumeistari í 100 metra hlaupi árið 2004 og sigraði bæði í 100 og 200 metrunum á HM í Helskinki árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×