Detroit valtaði yfir Milwaukee 1. janúar 2008 05:23 Rip Hamilton og Chauncey Billups höfðu það náðugt undir lokin í stórsigri Detroit á Milwaukee NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons er heitasta liðið í NBA deildinni í dag eftir að liðið rótburstaði Milwaukee með 45 stiga mun í nótt. Þrettán leikja sigurganga Portland var loksins stöðvuð í Utah. Detroit vann í nótt 9. sigur sinn í röð í deildinni og þann 17. í síðustu 19 leikjum þegar það valtaði yfir Milwaukee 114-69. Þetta var þriðja versta tap í sögu Milwaukee og stærsti sigur Detroit síðan liðið malaði Boston með 52 stiga mun árið 2003. Richard Hamilton var stigahæstur í jöfnu liði Detroit með 22 stig, en varamannabekkur liðsins er mun sterkari nú en hann hefur verið undanfarin ár. Michael Redd skoraði 18 stig fyrir Milwaukee, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Portland hafði unnið 13 leiki í röð en varð að sætta sig við 111-101 tap í Utah í nótt. LaMarcus Aldridge átti sinn besta leik á ferlinum hjá Portland og skoraði 36 stig, en Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 14 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Tveir af 13 sigurleikjum Portland í rispunni góðu höfðu komið gegn Utah og liðin mætast fjórða og síðasta sinni um helgina. Orlando lagði Chicago 122-120 í æsilegum og framlengdum leik þar sem Hedo Turkoglu skoraði sigurkörfu Orlando í blálokin. Jameer Nelson skoraði 22 stig fyrir Orlando og Dwight Howard skoraði 17 stig og hirti 22 fráköst, en Ben Gordon var atkvæðamestur í liði Chicago með 39 stig. Charlotte lagði Indiana í framlengdum leik 107-103 þar sem Gerald Wallace skoraði 36 stig fyrir Charlotte en Jermaine O´Neal skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Indiana. Golden State vann góðan útisigur á Houston 112-95 þar sem góður endasprettur tryggði gestunum sigur. Golden State vann fjórða leikhlutann 37-15 og vann sigur þó þjálfaranum Don Nelson hefði verið vísað úr húsi. Baron Davis skoraði 23 stig fyrir Golden State og Monta Ellis 20, en Rafer Alston skoraði 22 fyrir Houston. Toronto vann góðan útisigur á New Orleans 97-92. David West skoraði 33 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 23 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, en Chris Bosh skoraði 29 stig fyrir gestina. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með 91-82 sigri á slöku liði Minnesota. Cuttino Mobley skoraði 18 stig fyrir Clippers og Chris Kaman skoraði 16 stig og hirti 16 fráköst, en Al Jefferson skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota og Ryan Gomes skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Loks vann Philadelphia góðan útisigur á Seattle 98-90 þar sem Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Earl Watson skoraði 18 stig fyrir heimamenn, sem voru án nýliðans Kevin Durant og framherjans Chris Wilcox í leiknum. Þeir eru tveir stigahæstu leikmenn liðsins og misstu báðir af leik kvöldsins með smávægileg meiðsli. NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Detroit Pistons er heitasta liðið í NBA deildinni í dag eftir að liðið rótburstaði Milwaukee með 45 stiga mun í nótt. Þrettán leikja sigurganga Portland var loksins stöðvuð í Utah. Detroit vann í nótt 9. sigur sinn í röð í deildinni og þann 17. í síðustu 19 leikjum þegar það valtaði yfir Milwaukee 114-69. Þetta var þriðja versta tap í sögu Milwaukee og stærsti sigur Detroit síðan liðið malaði Boston með 52 stiga mun árið 2003. Richard Hamilton var stigahæstur í jöfnu liði Detroit með 22 stig, en varamannabekkur liðsins er mun sterkari nú en hann hefur verið undanfarin ár. Michael Redd skoraði 18 stig fyrir Milwaukee, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Portland hafði unnið 13 leiki í röð en varð að sætta sig við 111-101 tap í Utah í nótt. LaMarcus Aldridge átti sinn besta leik á ferlinum hjá Portland og skoraði 36 stig, en Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 14 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Tveir af 13 sigurleikjum Portland í rispunni góðu höfðu komið gegn Utah og liðin mætast fjórða og síðasta sinni um helgina. Orlando lagði Chicago 122-120 í æsilegum og framlengdum leik þar sem Hedo Turkoglu skoraði sigurkörfu Orlando í blálokin. Jameer Nelson skoraði 22 stig fyrir Orlando og Dwight Howard skoraði 17 stig og hirti 22 fráköst, en Ben Gordon var atkvæðamestur í liði Chicago með 39 stig. Charlotte lagði Indiana í framlengdum leik 107-103 þar sem Gerald Wallace skoraði 36 stig fyrir Charlotte en Jermaine O´Neal skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Indiana. Golden State vann góðan útisigur á Houston 112-95 þar sem góður endasprettur tryggði gestunum sigur. Golden State vann fjórða leikhlutann 37-15 og vann sigur þó þjálfaranum Don Nelson hefði verið vísað úr húsi. Baron Davis skoraði 23 stig fyrir Golden State og Monta Ellis 20, en Rafer Alston skoraði 22 fyrir Houston. Toronto vann góðan útisigur á New Orleans 97-92. David West skoraði 33 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 23 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, en Chris Bosh skoraði 29 stig fyrir gestina. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með 91-82 sigri á slöku liði Minnesota. Cuttino Mobley skoraði 18 stig fyrir Clippers og Chris Kaman skoraði 16 stig og hirti 16 fráköst, en Al Jefferson skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota og Ryan Gomes skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Loks vann Philadelphia góðan útisigur á Seattle 98-90 þar sem Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Earl Watson skoraði 18 stig fyrir heimamenn, sem voru án nýliðans Kevin Durant og framherjans Chris Wilcox í leiknum. Þeir eru tveir stigahæstu leikmenn liðsins og misstu báðir af leik kvöldsins með smávægileg meiðsli.
NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira