Detroit valtaði yfir Milwaukee 1. janúar 2008 05:23 Rip Hamilton og Chauncey Billups höfðu það náðugt undir lokin í stórsigri Detroit á Milwaukee NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons er heitasta liðið í NBA deildinni í dag eftir að liðið rótburstaði Milwaukee með 45 stiga mun í nótt. Þrettán leikja sigurganga Portland var loksins stöðvuð í Utah. Detroit vann í nótt 9. sigur sinn í röð í deildinni og þann 17. í síðustu 19 leikjum þegar það valtaði yfir Milwaukee 114-69. Þetta var þriðja versta tap í sögu Milwaukee og stærsti sigur Detroit síðan liðið malaði Boston með 52 stiga mun árið 2003. Richard Hamilton var stigahæstur í jöfnu liði Detroit með 22 stig, en varamannabekkur liðsins er mun sterkari nú en hann hefur verið undanfarin ár. Michael Redd skoraði 18 stig fyrir Milwaukee, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Portland hafði unnið 13 leiki í röð en varð að sætta sig við 111-101 tap í Utah í nótt. LaMarcus Aldridge átti sinn besta leik á ferlinum hjá Portland og skoraði 36 stig, en Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 14 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Tveir af 13 sigurleikjum Portland í rispunni góðu höfðu komið gegn Utah og liðin mætast fjórða og síðasta sinni um helgina. Orlando lagði Chicago 122-120 í æsilegum og framlengdum leik þar sem Hedo Turkoglu skoraði sigurkörfu Orlando í blálokin. Jameer Nelson skoraði 22 stig fyrir Orlando og Dwight Howard skoraði 17 stig og hirti 22 fráköst, en Ben Gordon var atkvæðamestur í liði Chicago með 39 stig. Charlotte lagði Indiana í framlengdum leik 107-103 þar sem Gerald Wallace skoraði 36 stig fyrir Charlotte en Jermaine O´Neal skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Indiana. Golden State vann góðan útisigur á Houston 112-95 þar sem góður endasprettur tryggði gestunum sigur. Golden State vann fjórða leikhlutann 37-15 og vann sigur þó þjálfaranum Don Nelson hefði verið vísað úr húsi. Baron Davis skoraði 23 stig fyrir Golden State og Monta Ellis 20, en Rafer Alston skoraði 22 fyrir Houston. Toronto vann góðan útisigur á New Orleans 97-92. David West skoraði 33 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 23 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, en Chris Bosh skoraði 29 stig fyrir gestina. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með 91-82 sigri á slöku liði Minnesota. Cuttino Mobley skoraði 18 stig fyrir Clippers og Chris Kaman skoraði 16 stig og hirti 16 fráköst, en Al Jefferson skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota og Ryan Gomes skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Loks vann Philadelphia góðan útisigur á Seattle 98-90 þar sem Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Earl Watson skoraði 18 stig fyrir heimamenn, sem voru án nýliðans Kevin Durant og framherjans Chris Wilcox í leiknum. Þeir eru tveir stigahæstu leikmenn liðsins og misstu báðir af leik kvöldsins með smávægileg meiðsli. NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Detroit Pistons er heitasta liðið í NBA deildinni í dag eftir að liðið rótburstaði Milwaukee með 45 stiga mun í nótt. Þrettán leikja sigurganga Portland var loksins stöðvuð í Utah. Detroit vann í nótt 9. sigur sinn í röð í deildinni og þann 17. í síðustu 19 leikjum þegar það valtaði yfir Milwaukee 114-69. Þetta var þriðja versta tap í sögu Milwaukee og stærsti sigur Detroit síðan liðið malaði Boston með 52 stiga mun árið 2003. Richard Hamilton var stigahæstur í jöfnu liði Detroit með 22 stig, en varamannabekkur liðsins er mun sterkari nú en hann hefur verið undanfarin ár. Michael Redd skoraði 18 stig fyrir Milwaukee, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Portland hafði unnið 13 leiki í röð en varð að sætta sig við 111-101 tap í Utah í nótt. LaMarcus Aldridge átti sinn besta leik á ferlinum hjá Portland og skoraði 36 stig, en Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 14 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Tveir af 13 sigurleikjum Portland í rispunni góðu höfðu komið gegn Utah og liðin mætast fjórða og síðasta sinni um helgina. Orlando lagði Chicago 122-120 í æsilegum og framlengdum leik þar sem Hedo Turkoglu skoraði sigurkörfu Orlando í blálokin. Jameer Nelson skoraði 22 stig fyrir Orlando og Dwight Howard skoraði 17 stig og hirti 22 fráköst, en Ben Gordon var atkvæðamestur í liði Chicago með 39 stig. Charlotte lagði Indiana í framlengdum leik 107-103 þar sem Gerald Wallace skoraði 36 stig fyrir Charlotte en Jermaine O´Neal skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Indiana. Golden State vann góðan útisigur á Houston 112-95 þar sem góður endasprettur tryggði gestunum sigur. Golden State vann fjórða leikhlutann 37-15 og vann sigur þó þjálfaranum Don Nelson hefði verið vísað úr húsi. Baron Davis skoraði 23 stig fyrir Golden State og Monta Ellis 20, en Rafer Alston skoraði 22 fyrir Houston. Toronto vann góðan útisigur á New Orleans 97-92. David West skoraði 33 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 23 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, en Chris Bosh skoraði 29 stig fyrir gestina. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með 91-82 sigri á slöku liði Minnesota. Cuttino Mobley skoraði 18 stig fyrir Clippers og Chris Kaman skoraði 16 stig og hirti 16 fráköst, en Al Jefferson skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota og Ryan Gomes skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Loks vann Philadelphia góðan útisigur á Seattle 98-90 þar sem Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Earl Watson skoraði 18 stig fyrir heimamenn, sem voru án nýliðans Kevin Durant og framherjans Chris Wilcox í leiknum. Þeir eru tveir stigahæstu leikmenn liðsins og misstu báðir af leik kvöldsins með smávægileg meiðsli.
NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira