Erlent

Rússar refsa Georgíu

Óli Tynes skrifar

Rússar tilkynntu í dag að þeir myndi efna til lagalegra tengsla við Abkazíu og Ossetíu, sem berjast fyrir aðskilnaði frá Georgíu.

Mikhail Saakashvili forseti Georgíu hefur kallað öryggisráð landsins saman til neyðarfundar.

Forsetinn sagði að þetta gengi gegn öllum diplomatiskum hefðum og siðum.

Saakashwili er mjög hallur undir vesturlönd. Hann er menntaður í Frakklandi og Bandaríkjunum og starfaði um tíma hjá lögfræðistofu í New York.

Á leiðtogafundi NATO fyrir tveim vikum var samþykkt að þetta fyrrum Sovétlýðveldi fengi aðild að bandalaginu.

Því reiddust Rússar mjög sem og öðrum tilraunum Georgíu til þess að styrkja tengsl sín við Vesturlönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×