Meistaradeildin: Baráttan um toppsætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2008 19:00 Evrópumeistarar Manchester United verða í eldlínunni í kvöld. Nordic Photos / AFP Í kvöld ræðst það hvaða átta lið það verða sem tryggja sér efsta sæti síns riðils og forðast með því aðra sigurvegara riðlakeppninnar í 16-liða úrslitunum. Í gær fór lokaumferðin fram í riðlum A til D þar sem það réðst hvaða lið urðu í efsta sæti og hvaða lið í öðru sæti. Riðlakeppnin klárast svo í kvöld er lokaumferð riðla E til H fer fram. Í Meistaradeildinni gildir sú regla að árangur í innbyrðis viðureignum ræður hvort liðið lendir ofar ef tvö lið eru jöfn að stigum. Ef innbyrðis árangur er jafn ræður heildarmarkatala riðlanna fyrst, svo fjöldi skoraðra marka. Ekkert liðanna sem eru að spila í kvöld er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins og er því spenna á mörgum vígstöðum, þó svo að það sé ljóst í öllum riðlum hvaða tvö lið komast áfram í 16-liða úrslitin. Hér má sjá stöðuna í riðlinum og hvað liðin þurfa að gera til að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli. E-riðill: 1. Manchester United 9 stig (+6) 2. Villarreal 9 (+4) Leikirnir í kvöld: Celtic - Villarreal Manchester United - Álaborg (Beint á Stöð 2 Sport 4) Báðum leikjum Manchester United og Villarreal í riðlakeppninni lauk með markalausu jafntefli. Því verður heildarstaða liðanna í riðlinum að ráða hvort liðið lendir ofar í kvöld. Manchester United er með betra heildarmarkahlutfall og dugir því jafn góð úrslit í sínum leik og hjá Villarreal eða þá einu marki lakara, hvort sem á við sigur eða tap. Villarreal verður annað hvort að vinna sinn leik með tveimur mörkum meira en Manchester United (ef United vinnur sinn leik líka) eða tapa með tveimur færri mörkum en United (ef United tapar líka). Villarreal hefur skorað níu mörk alls í riðlinum en United sjö. Geri bæði lið jafntefli tryggir Manchester United sér efsta sæti riðilsins. F-riðill: 1. Lyon 11 stig (+5) 2. Bayern 11 (+7) Þessi lið mætast innbyrðis í kvöld en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Lyon dugir því markalaust jafntefli í kvöld þar sem liðið væri þá búið að skora fleiri mörk á útivelli. Verði niðurstaðan hins vegar jafntefli þar sem bæði lið skora mun Bayern komast áfram. Til frekari skýringar má nefna að ef úrslit leiksins í kvöld verður 1-1 kemst Bayern áfram á betra heildarmarkahlutfalli. Þá þarf varla að taka fram að lykti leiknum ekki með jafntefli mun sigurvegari leiksins tryggja sér efsta sæti riðilsins. G-riðill: 1. Arsenal 11 (+8) 2. Porto 9 (-1) Þessi lið mætast í Portúgal í kvöld en þar sem þessi lið geta aldrei orðið jöfn að stigum skipta úrslitin í fyrri leiknum engu máli. Sigurvegari leiksins nær efsta sætinu en Arsenal dugir jafnteflið. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. H-riðill: 1. Juventus 11 (+4) 2. Real Madrid 9 (+1) Leikirnir í kvöld: Juventus - BATE Borisov Real Madrid - Zenit St. Pétursborg Staða Real Madrid í riðlinum er öllu verri þar sem liðið verður að treysta á að BATE vinni Juventus, auk þess að vinna sinn eigin leik. Ef BATE nær jafntefli gegn Juventus og Real Madrid vinnur sinn leik verða bæði lið jöfn að stigum. Þar hefur þó Juventus vinninginn vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum. Juventus dugir því jafntefli gegn BATE í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Juventus mætti svo sem tapa sínum leik ef Real Madrid vinnur ekki Zenit. Úrslitin í hinum riðlunum: A-riðill: 1. Roma 2. Chelsea B-riðill: 1. Panathinaikos 2. Inter C-riðill: 1. Barcelona 2. Sporting Lissabon D-riðill: 1. Liverpool 2. Atletico Madrid Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira
Í kvöld ræðst það hvaða átta lið það verða sem tryggja sér efsta sæti síns riðils og forðast með því aðra sigurvegara riðlakeppninnar í 16-liða úrslitunum. Í gær fór lokaumferðin fram í riðlum A til D þar sem það réðst hvaða lið urðu í efsta sæti og hvaða lið í öðru sæti. Riðlakeppnin klárast svo í kvöld er lokaumferð riðla E til H fer fram. Í Meistaradeildinni gildir sú regla að árangur í innbyrðis viðureignum ræður hvort liðið lendir ofar ef tvö lið eru jöfn að stigum. Ef innbyrðis árangur er jafn ræður heildarmarkatala riðlanna fyrst, svo fjöldi skoraðra marka. Ekkert liðanna sem eru að spila í kvöld er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins og er því spenna á mörgum vígstöðum, þó svo að það sé ljóst í öllum riðlum hvaða tvö lið komast áfram í 16-liða úrslitin. Hér má sjá stöðuna í riðlinum og hvað liðin þurfa að gera til að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli. E-riðill: 1. Manchester United 9 stig (+6) 2. Villarreal 9 (+4) Leikirnir í kvöld: Celtic - Villarreal Manchester United - Álaborg (Beint á Stöð 2 Sport 4) Báðum leikjum Manchester United og Villarreal í riðlakeppninni lauk með markalausu jafntefli. Því verður heildarstaða liðanna í riðlinum að ráða hvort liðið lendir ofar í kvöld. Manchester United er með betra heildarmarkahlutfall og dugir því jafn góð úrslit í sínum leik og hjá Villarreal eða þá einu marki lakara, hvort sem á við sigur eða tap. Villarreal verður annað hvort að vinna sinn leik með tveimur mörkum meira en Manchester United (ef United vinnur sinn leik líka) eða tapa með tveimur færri mörkum en United (ef United tapar líka). Villarreal hefur skorað níu mörk alls í riðlinum en United sjö. Geri bæði lið jafntefli tryggir Manchester United sér efsta sæti riðilsins. F-riðill: 1. Lyon 11 stig (+5) 2. Bayern 11 (+7) Þessi lið mætast innbyrðis í kvöld en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Lyon dugir því markalaust jafntefli í kvöld þar sem liðið væri þá búið að skora fleiri mörk á útivelli. Verði niðurstaðan hins vegar jafntefli þar sem bæði lið skora mun Bayern komast áfram. Til frekari skýringar má nefna að ef úrslit leiksins í kvöld verður 1-1 kemst Bayern áfram á betra heildarmarkahlutfalli. Þá þarf varla að taka fram að lykti leiknum ekki með jafntefli mun sigurvegari leiksins tryggja sér efsta sæti riðilsins. G-riðill: 1. Arsenal 11 (+8) 2. Porto 9 (-1) Þessi lið mætast í Portúgal í kvöld en þar sem þessi lið geta aldrei orðið jöfn að stigum skipta úrslitin í fyrri leiknum engu máli. Sigurvegari leiksins nær efsta sætinu en Arsenal dugir jafnteflið. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. H-riðill: 1. Juventus 11 (+4) 2. Real Madrid 9 (+1) Leikirnir í kvöld: Juventus - BATE Borisov Real Madrid - Zenit St. Pétursborg Staða Real Madrid í riðlinum er öllu verri þar sem liðið verður að treysta á að BATE vinni Juventus, auk þess að vinna sinn eigin leik. Ef BATE nær jafntefli gegn Juventus og Real Madrid vinnur sinn leik verða bæði lið jöfn að stigum. Þar hefur þó Juventus vinninginn vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum. Juventus dugir því jafntefli gegn BATE í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Juventus mætti svo sem tapa sínum leik ef Real Madrid vinnur ekki Zenit. Úrslitin í hinum riðlunum: A-riðill: 1. Roma 2. Chelsea B-riðill: 1. Panathinaikos 2. Inter C-riðill: 1. Barcelona 2. Sporting Lissabon D-riðill: 1. Liverpool 2. Atletico Madrid
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira