Boston Celtics NBA-meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2008 09:12 Boston Celtics, NBA-meistararnir árið 2008. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics varð í nótt NBA-meistari í sautjánda sinn í sögunni eftir 4-2 sigur á Los Angeles Lakers í úrslitarimmu liðanna. Boston hreinlega slátraði Lakers í sjötta leik liðanna í nótt, 131-92. Paul Pierce var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann hefur í öll sín níu ár í NBA-deildinni leikið með Boston. Þetta var fyrsti titill hans með liðinu sem og fyrsti titill þeirra Ray Allen og Kevin Garnett. Mikil geðshræring greip um sig í liði Boston eftir leik og sá síðastnefndi náði varla að klára sjónvarpsviðtal eftir leik. 22 ár eru liðin síðan að Boston varð síðast meistari í NBA-deildinni en margir af gömlu hetjunum voru á leiknum í gær, til að mynda Bill Russell og John Havlicek. Gamli þjálfari Celtic, Red Auerbach, lést árið 2006 en minning hans var heiðruð í gær. Leikmenn og Doc Rivers, þjálfari Celtic í dag, minntust hans með hlýlegum orðum. Hann vann níu NBA-meistaratitla á sínum ferli en síðan þá hefur Phil Jackson jafnað það met. Boston kom í gær fyrir að Jackson ynni sinn tíunda meistaratitil en hann er nú þjálfari LA Lakers. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum og yfirspiluðu Lakers nánast frá fyrstu mínútu. Engu að síður náði Boston ekki að hrista Lakers af sér fyrr en um miðjan annan leikhluta. Staðan var þá 32-29 en þá setti Boston niður tvo þrista í röð og litu aldrei til baka eftir það. Staðan í hálfleik var 58-35 og samtals vann Boston annan leikhluta með 34 stigum gegn fimmtán. Boston var með bensínið í botni allan síðari hálfleik og Lakers átti aldrei minnsta möguleika á að minnka muninn verulega. Kevin Garnett og Ray Allen voru með 26 stig hver í leiknum en Garnett tók fjórtán fráköst í leiknum. Allen hitti úr sjö af níu þriggja stiga tilraunum sínum í leiknum. Rajon Rondo var með 21 stig og Paul Pierce með sautján og tíu stoðsendingar. Kobe Bryant var með 22 stig í leiknum, Lamar Odom fjórtán og tíu fráköst. Jordan Farmar var með tólf stig. Lakers tók aðeins tvö sóknarfráköst í öllum leiknum og þau komu bæði undir lok leiksins þegar að Boston var löngu búið að vinna leikinn. Boston tók fjórtán sóknarfráköst og tapaði sjö boltum en Lakers tapaði nítján boltum. Doc Rivers á meira en 1500 leiki að baki í NBA-deildinni sem leikmaður og þjálfari en vann í gær sinn fyrsta meistaratitil. Þríeykið Pierce, Allen og Garnett þótti minna mikið á gamla þríeykið hjá Boston þegar liðið var upp á sitt besta fyrir tveimur áratugum - Larry Bird, Kevin McHale og Robert Parish - en margir efuðust um að þeim tækist að vinna titil strax á sínu fyrsta ári saman. En þeir blésu á allt slíkt tal, jafnvel þótt að liðinu hafi gengið fremur illa í fyrstu umferðum úrslitakeppninnar. Þeir kláruðu þetta með stæl í gær og muna fáir í dag eftir leikjunum við Atlanta Hawks. NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Boston Celtics varð í nótt NBA-meistari í sautjánda sinn í sögunni eftir 4-2 sigur á Los Angeles Lakers í úrslitarimmu liðanna. Boston hreinlega slátraði Lakers í sjötta leik liðanna í nótt, 131-92. Paul Pierce var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann hefur í öll sín níu ár í NBA-deildinni leikið með Boston. Þetta var fyrsti titill hans með liðinu sem og fyrsti titill þeirra Ray Allen og Kevin Garnett. Mikil geðshræring greip um sig í liði Boston eftir leik og sá síðastnefndi náði varla að klára sjónvarpsviðtal eftir leik. 22 ár eru liðin síðan að Boston varð síðast meistari í NBA-deildinni en margir af gömlu hetjunum voru á leiknum í gær, til að mynda Bill Russell og John Havlicek. Gamli þjálfari Celtic, Red Auerbach, lést árið 2006 en minning hans var heiðruð í gær. Leikmenn og Doc Rivers, þjálfari Celtic í dag, minntust hans með hlýlegum orðum. Hann vann níu NBA-meistaratitla á sínum ferli en síðan þá hefur Phil Jackson jafnað það met. Boston kom í gær fyrir að Jackson ynni sinn tíunda meistaratitil en hann er nú þjálfari LA Lakers. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum og yfirspiluðu Lakers nánast frá fyrstu mínútu. Engu að síður náði Boston ekki að hrista Lakers af sér fyrr en um miðjan annan leikhluta. Staðan var þá 32-29 en þá setti Boston niður tvo þrista í röð og litu aldrei til baka eftir það. Staðan í hálfleik var 58-35 og samtals vann Boston annan leikhluta með 34 stigum gegn fimmtán. Boston var með bensínið í botni allan síðari hálfleik og Lakers átti aldrei minnsta möguleika á að minnka muninn verulega. Kevin Garnett og Ray Allen voru með 26 stig hver í leiknum en Garnett tók fjórtán fráköst í leiknum. Allen hitti úr sjö af níu þriggja stiga tilraunum sínum í leiknum. Rajon Rondo var með 21 stig og Paul Pierce með sautján og tíu stoðsendingar. Kobe Bryant var með 22 stig í leiknum, Lamar Odom fjórtán og tíu fráköst. Jordan Farmar var með tólf stig. Lakers tók aðeins tvö sóknarfráköst í öllum leiknum og þau komu bæði undir lok leiksins þegar að Boston var löngu búið að vinna leikinn. Boston tók fjórtán sóknarfráköst og tapaði sjö boltum en Lakers tapaði nítján boltum. Doc Rivers á meira en 1500 leiki að baki í NBA-deildinni sem leikmaður og þjálfari en vann í gær sinn fyrsta meistaratitil. Þríeykið Pierce, Allen og Garnett þótti minna mikið á gamla þríeykið hjá Boston þegar liðið var upp á sitt besta fyrir tveimur áratugum - Larry Bird, Kevin McHale og Robert Parish - en margir efuðust um að þeim tækist að vinna titil strax á sínu fyrsta ári saman. En þeir blésu á allt slíkt tal, jafnvel þótt að liðinu hafi gengið fremur illa í fyrstu umferðum úrslitakeppninnar. Þeir kláruðu þetta með stæl í gær og muna fáir í dag eftir leikjunum við Atlanta Hawks.
NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga