Viðskipti innlent

Icelandair enn á uppleið

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hefur hækkað um 1,33 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins en félagið rauk upp um 5,37 prósent í gær eftir birtingu uppgjörs fyrir annan ársfjórðung. Gengi bréfa í félaginu stendur nú í 19 krónum á hlut og hefur ekki verið hærra síðan snemma í júní.

Á hæla flugfélagsins fylgir Eimskipafélagið, en gengi bréfa í því hefur hækkað um 0,71 prósent. Ekkert annað félag hefur hækkað í dag en meirihluti félaga lækkað.

Gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways hefur lækkað mest, eða um 1,46 prósent, og í Existu um 1,36 prósent. Þá hefur gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkað um um 1,1 prósent. Gengi bréfa í Straumi, Kaupþingi, Marel, Glitni og Landsbankanum hefur lækkað um tæpt prósent á sama tíma.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,43 prósent það sem af er dags og stendur vísitalan í 4.288 stigum. Hún féll um 2 prósent í gær í alþjóðlegum skelli á fjármálamörkuðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×