Erlent

Rauða ljósið á skattstofunni

Óli Tynes skrifar
Jáh...jáh...jááááááááh.
Jáh...jáh...jááááááááh.

Finnska skattavesenið krefst þess nú að tveir stjórnendur útibúsins í Rovainemi geri grein fyrir ástarleikjum sínum í fundarherbergi útibúsins.

Þetta mun hafa staðið yfir frá árinu 2005. Ekki er hægt að læsa fundarherberginu. Við dyrnar er hinsvegar rautt ljós. Þegar það logar má enginn má koma inn.

Tvisvar sinnum hafa þó starfsmenn villst þar inn þegar kveikt var á ljósinu. Þeir hafa vitað að það stóð ekki yfir neinn fundur og haldið að það hefði bara gleymst að slökkva á ljósinu eftir síðasta fund.

Þessum starfsmönnum hefur brugðið allverulega þegar þeir hafa komið inn í fundarherbergið og séð þar tvo æðstu yfirmenn útibúsins í villtum samförum.

Konan hefur í báðum tilfellum brugðist illa við og hundskammað viðkomandi fyrir að virða ekki rauða ljósið.

Við þetta hafa starfsmennirnir mátt búa síðan 2005. Á vissum tímum þegar rauða ljósið hefur logað og rúllugardínunum hefur verið lokað, hafa þeir vitað ósköp vel hvað um var að vera.

Hreingerningakonurnar eru sagðar nota gúmmíhanska þegar þær þurrka af fundarborðinu.

En nú er þetta komið í hámæli og yfirskattmann í Helsinki vill fá skýringar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×