Viðskipti innlent

Eimskip hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 6,1 prósent í Kauphöllinni í dag. Það er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi Össur, sem hækkaði um 3,35 prónset, Century Aluminum fór upp um 0,85 prósent, Bakkavör um 0,79 prósent og Færeyjabanki um 0,32 prósent. Á móti féll gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um 9,1 prósent og í Atorku um 5,88 prósent. Gengi bréfa í félaginu skaust upp um tugi prósenta í fyrstu viðskiptum dagsins. Tiltölulega lítil og fá viðskipti voru á bak við hverja hreyfingu á hlutabréfamarkaðnum í dag. Heildarviðskipti voru 62 og nam veltan 156,7 milljónum króna. Þá lækkaði gengi Marel Food Systems um 0,7 prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,31 prósent og stendur í 657 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×