Körfubolti

Hamar lagði Grindavík í tvíframlengdum leik

Lakiste Barkus skoraði 31 stig fyrir Hamar í sigrinum á Grindavík
Lakiste Barkus skoraði 31 stig fyrir Hamar í sigrinum á Grindavík

Fjórir leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Mesta spennan var sannarlega í Hveragerði þar sem heimastúlkur í Hamri unnu 87-84 sigur á Grindavík í tvíframlengdum háspennuleik.

LaKiste Barkus var stigahæst hjá Hamri með 31 stig, Julia Demirer var með tröllatvennu upp á 29 stig og 25 fráköst og Hafrún Hálfdánardótti rskoraði 16 stig og hirti 10 fráköst.

Hjá Grindavík var Ingibjörg Jakobsdóttir stigahæst með 17 stig og Íris Sverrisdóttir skoraði 14 stig.

Haukar eru sem fyrr á toppnum eftir öruggan 89-62 sigur á KR á Ásvöllum.

Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 29 stig , hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Haukum og Slavica Dimovska skoraði 15 stig og hirti 8 fráköst.

Hjá KR var Hildur Sigurðardóttir atkvæðamest með 20 stig og 9 fráköst og Sigrún Ámundadóttir skoraði 16 stig og hirti 15 fráköst.

Valur lagði Snæfell á útivelli 70-57 þar sem Signý Hermannsdóttir átti án efa frammistöðu kvöldsins hjá liði Vals.

Signý skoraði 35 stig, hirti 12 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og varði 8 skot. Tinna Sigmundsdóttir skoraði 10 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

Hjá Snæfelli skoraði Berglind Gunnarsdóttir 20 stig og hirti 8 fráköst og Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 16 stig.

Loks vann Keflavík stórsigur á Fjölni 99-50 í Keflavík þar sem lið gestanna tapaði 38 boltum í leiknum samkvæmt tölfræði frá KKÍ.

Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst fyrir Keflavík og Birna Valgarðsdóttir skoraði 18 stig. Birna Eiríksdóttir var stigahæst hjá Fjölni með 14 stig.

Lið Hauka er sem fyrr segir á toppnum með 20 stig, hamar hefur 18 í öðru sæti, Keflavík 16 í þriðja og Valur 12 í fjórða sætinu. KR er í fimmta sæti með 10 stig, Grindavík í sjötta með 8 og Fjölnir og Snæfell reka lestina með 2 stig hvort.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×