Sport

Montgomery gengst við heróínsölu

NordcPhotos/GettyImages

Fyrrum heimsmethafinn í 100 metra hlaupi, Tim Montgomery, hefur játað að hafa reynt að selja meira en 100 grömm af heróíni aðeins tveimur mánuðum eftir að hann var dæmdur í fangelsi fyrir að falsa ávísanir.

Montgomery mun væntanlega þurfa að dúsa í fangelsi í að minnsta kosti fimm ár vegna brotsins. Mál hans verður tekið fyrir í haust.

Hann átti áður heimsmetið í 100 metra hlaupi og varð Ólympíumeistari í grindahlaupi. Hann missti heimsmetið fyrir þremur árum eftir að hafa orðið uppvís að steraneyslu.

Montgomery er fyrrum unnusti Marion Jones, sem var fundin sek um að hafa átt þátt í ávísunarfölsunarmálinu. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×