Sport

Cadel Evans í gulu treyjunni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Cadel Evans í harðri keppni.
Cadel Evans í harðri keppni.

Cadel Evans frá Ástralíu er efstur í heildarstigakeppni Frakklandshjólreiðanna, Tour de France. Tíunda dagleið var í dag en þá var hjóluð 156 kílómetra leið.

Evans hafnaði í 6. - 10. sæti í dag en Leonardo Piepoli frá Ítalíu og Juan Jose Cobo frá Spáni urðu fyrstir. Hlé verður á keppni þar til á miðvikudag.

Í Fréttablaðinu í morgun var birt grein eftir Hjalta Þór Hreinsson þar sem hann fór yfir sögu Frakklandshjólreiðanna. Greinina má nálgast með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×