Fótbolti

Ronaldo vill ná sigri á Nou Camp

NordcPhotos/GettyImages

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist sjálfur stefna á að ná sigri þegar lið hans mætir Barcelona á Nou Camp í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Hér er um að ræða fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar.

"Enginn leikur er auðveldur á þessu stigi keppninnar. Þetta eru gríðarlega erfiðir leikir og pressaan verður mikil. Við verðum að halda 100% einbeitingu og allt getur gerst. Við viljum klára þetta einvígi eins fljótt og hægt er og ég vil helst vinna á Nou Camp," sagði hinn frábæri Ronaldo.

Sir Alex Ferguson hefur látið í veðri vaka að liðið sem hann hefur í höndunum í dag hafi möguleika á að geta kallast það besta í 20 ára stjóratíð hans hjá United. Hann segir þó að liðið verði að vinna í það minnsta einn bikar í ár til að geta talist eitt af þeim bestu í sögu United.

"Ég er á þeirri skoðun að þetta lið sé það hæfileikaríkasta sem ég hef stýrt en það þýðir ekkert að skoða það fyrr en eftir tímabilið þegar komið er í ljós hvað við náum að vinna. Hæfileikarnir eru til staðar og við stefnum í rétta átt. Ef við náum að vinna ensku deildina eða Meistaradeildina í vor, getum við farið að bera þetta lið saman við þau bestu í sögu United," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×