Körfubolti

Var einni stjörnumáltíð frá sykursýki

Charles Barkley er farinn að passa línurnar
Charles Barkley er farinn að passa línurnar NordcPhotos/GettyImages

Fyrrum körfuboltastjarnan og sjónvarpsmaðurinn Charles Barkley er nú farinn að stunda hnefaleika til að koma sér í betra form. Barkley þótti oft heldur þéttur á ferlinum sem leikmaður, en hefur blásið hressilega út eftir að hann lagði skóna á hilluna.

"Læknirinn sagði mér að ég væri einni stjörnumáltíð frá því að verða sykursjúkur, svo ég verð víst að fara hreyfa á mér afturendann," sagði Barkley í samtali við Philadelphia Daily News, en hann hefur ekki verið sérlega duglegur við að passa upp á mataræði og hreyfingu undanfarin ár.

Barkley var kominn yfir 150 kíló þegar hann var þyngstur, en þrátt fyrir að vera minnsti leikmaður í sögu NBA til að leiða deildina í fráköstum, er hann innan við tveir metrar á hæð.

Hann stefnir nú á að stunda hnefaleikana af kappi og reyna að ná sér niður í um 135 kíló.

Barkley lék með Philadelphia, Phoenix og Houston á glæstum ferli í NBA deildinni en hefur undanfarið starfað sem sjónvarpsmaður á TNT við góðan orðstír.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×