NBA í nótt: Miami lagði Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2008 11:52 Dwyane Wade hafði betur í baráttunni við Kobe Bryant í nótt. Nordic Photos / Getty Images Miami Heat gerði sér lítið fyrir og vann sigur á LA Lakers á heimavelli í NBA-deildinni í nótt, 89-87. Alls fóru tólf leikir fram í nótt. Dwyane Wade átti mjög góðan leik og skoraði 35 stig auk þess sem hann og Joel Anthony náðu að koma í veg fyrir að Lakers jafnaði metin á lokasekúndum leiksins með frábærum varnarleik. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig. Miami hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan en þetta var aðeins fjórða tap Lakers á tímabilinu sem hefur unnið alls 21 leik.Boston vann Chicago, 126-108, og þar með sinn sautjánda sigur í röð. Ray Allen var með 27 stig og Kendrick Perkins 25 sem er persónulegt met hjá honum. Ef Boston vinnur næsta leik sinn í deildinni jafnar liðið félagsmetið um flesta sigurleiki í röð.Philadelphia vann Washington, 109-103. Lou Williams átti góðan leik og skoraði 26 stig og þeir Andre Iguodala og Thaddeus Young bættu við átján hvor.Atlanta vann Golden State, 115-99. Flip Murray skoraði 20 stig í leiknum, þar af fjórtán í fjórða leikhluta. Marvin Williams var þó stigahæstur leikmanna Atlanta með 22 stig og Joe Johnson bætti við nítján.Oklahoma vann Toronto, 91-83, og þar með sinn fyrsta sigur í síðustu tólf leikjum liðsins. Kevin Durant skoraði 24 stig og Russell Westbrook bætti við nítján. Chris Bosh skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Toronto.LA Clippers vann Indiana, 117-109. Zach Randolph var með 34 stig og sextán fráköst en leikurinn var tvíframlengdur. Al Thornton bætti við 25 stigum, Marcus Camby 20 og Baron Davis átján. Jarret Jackson skoraði 27 stig fyrir Indiana.Houston vann Sacramento, 107-96. Yao Ming skoraði 30 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Luis Scola var með 23 stig og Tracy McGrady átján.Utah vann Detroit, 120-114. Deron Williams var með 29 stig en leikurinn í nótt var tvíframlengdur. Þetta var sjöundi sigur Utah í röð gegn Detroit.Charlotte vann Memphis, 112-83. Boris Diaw skoraði 26 stig og tók tíu fráköst og Emeka Okafor bætti við 25 stigum.New Jersey vann Dallas, 121-97. Devin Harris átti mjög góðan leik og skoraði 41 stig og þrettán stoðsendingar. Jason Kidd, leikmaður Dallas, lék með New Jersey í sex og hálft ár og náði ekki að sýna sitt besta gegn sínu gömlu félögum.Milwaukee vann New York, 105-81. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem vann þar með sinn þriðja sigur gegn New York á tímabilnu. Cleveland vann Denver, 105-88. LeBron James 33 stig, Zydrunas Ilgauskas 23 og Delonte West 22. NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira
Miami Heat gerði sér lítið fyrir og vann sigur á LA Lakers á heimavelli í NBA-deildinni í nótt, 89-87. Alls fóru tólf leikir fram í nótt. Dwyane Wade átti mjög góðan leik og skoraði 35 stig auk þess sem hann og Joel Anthony náðu að koma í veg fyrir að Lakers jafnaði metin á lokasekúndum leiksins með frábærum varnarleik. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig. Miami hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan en þetta var aðeins fjórða tap Lakers á tímabilinu sem hefur unnið alls 21 leik.Boston vann Chicago, 126-108, og þar með sinn sautjánda sigur í röð. Ray Allen var með 27 stig og Kendrick Perkins 25 sem er persónulegt met hjá honum. Ef Boston vinnur næsta leik sinn í deildinni jafnar liðið félagsmetið um flesta sigurleiki í röð.Philadelphia vann Washington, 109-103. Lou Williams átti góðan leik og skoraði 26 stig og þeir Andre Iguodala og Thaddeus Young bættu við átján hvor.Atlanta vann Golden State, 115-99. Flip Murray skoraði 20 stig í leiknum, þar af fjórtán í fjórða leikhluta. Marvin Williams var þó stigahæstur leikmanna Atlanta með 22 stig og Joe Johnson bætti við nítján.Oklahoma vann Toronto, 91-83, og þar með sinn fyrsta sigur í síðustu tólf leikjum liðsins. Kevin Durant skoraði 24 stig og Russell Westbrook bætti við nítján. Chris Bosh skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Toronto.LA Clippers vann Indiana, 117-109. Zach Randolph var með 34 stig og sextán fráköst en leikurinn var tvíframlengdur. Al Thornton bætti við 25 stigum, Marcus Camby 20 og Baron Davis átján. Jarret Jackson skoraði 27 stig fyrir Indiana.Houston vann Sacramento, 107-96. Yao Ming skoraði 30 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Luis Scola var með 23 stig og Tracy McGrady átján.Utah vann Detroit, 120-114. Deron Williams var með 29 stig en leikurinn í nótt var tvíframlengdur. Þetta var sjöundi sigur Utah í röð gegn Detroit.Charlotte vann Memphis, 112-83. Boris Diaw skoraði 26 stig og tók tíu fráköst og Emeka Okafor bætti við 25 stigum.New Jersey vann Dallas, 121-97. Devin Harris átti mjög góðan leik og skoraði 41 stig og þrettán stoðsendingar. Jason Kidd, leikmaður Dallas, lék með New Jersey í sex og hálft ár og náði ekki að sýna sitt besta gegn sínu gömlu félögum.Milwaukee vann New York, 105-81. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem vann þar með sinn þriðja sigur gegn New York á tímabilnu. Cleveland vann Denver, 105-88. LeBron James 33 stig, Zydrunas Ilgauskas 23 og Delonte West 22.
NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira