Íslenski boltinn

Dagskrá hefst 12:30 á morgun

Elvar Geir Magnússon skrifar
Það verður mikið um dýrðir í Laugardalnum á morgun.
Það verður mikið um dýrðir í Laugardalnum á morgun.

Laugardagurinn 21. júní er dagur kvennaknattspyrnunnar á Íslandi og verður hann haldinn hátíðlegur á Laugardalsvelli þar sem Ísland og Slóvenía mætast í undankeppni EM 2009.

Hátíðin hefst kl. 12:30 og verður boðið upp á hoppukastala og knattþrautir fyrir krakkana, grillaðar pylsur og andlitsmálun.

Fólk er því hvatt til að mæta tímanlega á völlinn og taka þátt í þessari hátíð áður en sjálfur leikurinn hefst.

Í hálfleik mun síðan Ingó úr Veðurguðunum flytja nokkur lög, þar á meðal hið geysivinsæla "Bahama", sem nú hefur hljómað á öldum ljósvakans um nokkurt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×