Sport

Montgomery kærður fyrir heróínsölu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tim Montgomery árið 2005.
Tim Montgomery árið 2005. Nordic Photos / AFP

Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að spretthlauparinn Tim Montgomery hefur verið kærður fyrir að selja heróín.

Hann var handtekinn á miðvikudaginn fyrir að selja meira en 100 grömm af heróíni frá 2007 til þessa árs. Hann er nú í gæsluvarðhaldi.

Montgomery hefur þegar játað á sig kæru vegna ávísunafölsunar í New York og verður sakfelling kveðin upp í næsta mánuði í því máli.

Hann var eitt sinn í sambandi með Marion Jones og eiga þau eitt barn saman. Hún er nú í fangelsi fyrir að ljúga af yfirvöldum þar sem hún hélt því fram að hún hafi ekki tekið ólögleg lyf auk þess sem hún hélt því fram að hún vissi ekkert ávísunarfals Montgomery.

Montgomery hætti keppni í spretthlaupi árið 2005 eftir að hann var dæmdur í tveggja ára bann vegna lyfjamisnotkunar. Allur árangur hans frá 31. mars 2001 var þurrkaður út, til að mynda heimsmet hans í 100 m hlaupi sem hann setti árið 2002.

Jamaíkumaðurinn Asafa Powell hefur síðan þátt bætt heimsmetið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×