Úrslitakeppnin hefst á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2008 09:09 Tim Duncan reynir hér að stöðva Steve Nash. Nordic Photos / Getty Images Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað. Það stefnir í einhverja mest spennandi úrslitakeppni í manna minnum, þá sérstaklega í Vesturdeildinni. Meistararnir í San Antonio eiga ekki auðvelt verkefni fyrir höndum strax í fyrstu umferðinni en þar mætir liðið Steve Nash, Amare Stoudemire, Shaquille O'Neal og félögum í Phoenix. Reyndar eru allar viðureignirnar í Vesturdeildinni afar athyglisverðar. Það er ekki hægt að bóka annað liðið áfram í neinni rimmu. Efsta liðið í deildinni, LA Lakers, mætir Denver í fyrstu umferðinni en getur alls ekki bókað auðveldan sigur þar. Í Austurdeildinni er ekki útlit fyrir jafn mikla spennu en þar er nánast hægt að stóla á að Boston og Detroit komist áfram í næstu umferð. Orlando varð í þriðja sæti deildarinnar og mætir Toronto sem gæti verið athyglisverð rimma. Þá verður einnig athyglisvert að sjá þegar þeir LeBron James og Gilbert Arenas mætast á vellinum í rimmu Cleveland og Washington. Hér, á heimasíðu NBA, má sjá dagskrá fyrstu umferðar úrslitakeppninnar. Sem fyrr segir hefjast fyrri fjögur einvígin á morgun og hin á sunnudaginn. NBA TV er á rás 48 á Digital Ísland og verður með beina útsendingu á hverju kvöldi í fyrstu tveimur umferðunum. Stöð 2 Sport mun einnig sýna valda leiki í beinni útsendingu en það kemur betur í ljós þegar á líður hvaða leikir það verða. Á NBA-bloggi Vísis má fylgjast með dagskrá NBA TV. En nú þegar hefur verið ákveðið hvaða leikir verða í beinni fyrstu dagana í úrslitakeppninni. Laugardagur 19. apríl kl. 16.30: Cleveland - Washington #1 Sunnudagur 20. apríl kl. 00.30*: Boston - Atlanta #1 Mánudagur 21. apríl kl. 01.30*: Houston - Utah #2 Þriðjudagur 22. apríl kl. 23.00: New Orleans - Dallas #2 Miðvikudagur 23. apríl kl. 23.30: Detroit - Philadelphia #2 Fimmtudagur 24. apríl kl. 23.30: Toronto - Orlando #3 Föstudagur 25. apríl kl. 23.00: Philadelphia - Detroit #3 Laugardagur 26. apríl kl. 19.00: Toronto - Orlando #4 Sunnudagur 27. apríl kl. 19.30: Phoenix - San Antonio #4 Mánudagur 28. apríl kl. 00.00*: Atlanta - Boston #4 *Aðfaranótt næsta dags NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað. Það stefnir í einhverja mest spennandi úrslitakeppni í manna minnum, þá sérstaklega í Vesturdeildinni. Meistararnir í San Antonio eiga ekki auðvelt verkefni fyrir höndum strax í fyrstu umferðinni en þar mætir liðið Steve Nash, Amare Stoudemire, Shaquille O'Neal og félögum í Phoenix. Reyndar eru allar viðureignirnar í Vesturdeildinni afar athyglisverðar. Það er ekki hægt að bóka annað liðið áfram í neinni rimmu. Efsta liðið í deildinni, LA Lakers, mætir Denver í fyrstu umferðinni en getur alls ekki bókað auðveldan sigur þar. Í Austurdeildinni er ekki útlit fyrir jafn mikla spennu en þar er nánast hægt að stóla á að Boston og Detroit komist áfram í næstu umferð. Orlando varð í þriðja sæti deildarinnar og mætir Toronto sem gæti verið athyglisverð rimma. Þá verður einnig athyglisvert að sjá þegar þeir LeBron James og Gilbert Arenas mætast á vellinum í rimmu Cleveland og Washington. Hér, á heimasíðu NBA, má sjá dagskrá fyrstu umferðar úrslitakeppninnar. Sem fyrr segir hefjast fyrri fjögur einvígin á morgun og hin á sunnudaginn. NBA TV er á rás 48 á Digital Ísland og verður með beina útsendingu á hverju kvöldi í fyrstu tveimur umferðunum. Stöð 2 Sport mun einnig sýna valda leiki í beinni útsendingu en það kemur betur í ljós þegar á líður hvaða leikir það verða. Á NBA-bloggi Vísis má fylgjast með dagskrá NBA TV. En nú þegar hefur verið ákveðið hvaða leikir verða í beinni fyrstu dagana í úrslitakeppninni. Laugardagur 19. apríl kl. 16.30: Cleveland - Washington #1 Sunnudagur 20. apríl kl. 00.30*: Boston - Atlanta #1 Mánudagur 21. apríl kl. 01.30*: Houston - Utah #2 Þriðjudagur 22. apríl kl. 23.00: New Orleans - Dallas #2 Miðvikudagur 23. apríl kl. 23.30: Detroit - Philadelphia #2 Fimmtudagur 24. apríl kl. 23.30: Toronto - Orlando #3 Föstudagur 25. apríl kl. 23.00: Philadelphia - Detroit #3 Laugardagur 26. apríl kl. 19.00: Toronto - Orlando #4 Sunnudagur 27. apríl kl. 19.30: Phoenix - San Antonio #4 Mánudagur 28. apríl kl. 00.00*: Atlanta - Boston #4 *Aðfaranótt næsta dags
NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga