Erlent

Norskum flugvöllum lokað einum af öðrum

Óli Tynes skrifar
Frá Bergen.
Frá Bergen.

Sex norskum flugvöllum verður að öllum líkindum lokað á morgun vegna verkfalls flugvallastarfsmanna. Flugvöllum í Bergen, Narvik, Molde, Mo í Rana, Mosjöen og Kristianssund hefur þegar verið lokað.

Tugþúsundir manna urðu strandaglópar á þjóðhátíðardegi Noregs 17 maí, þegar verkföllin hófust.

Gardemoen í Osló er enn opinn en það fækkar stöðugt þeim flugvöllum innanlands sem hægt er að fljúga til þaðan. Á morgun verður lokað flugvöllum í Stavangri, Alta, Lekenes, Sandnessjön, Sogndal og Svolvær.

Kjaradeilan er sögð í enn meiri hnút í dag en þegar verkföllin hófust á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×