Sport

Tap hjá Íslendingunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska landsliðið í badminton.
Íslenska landsliðið í badminton.

Ragna Ingólfsdóttir féll í morgun úr leik í keppni í einliðaleik kvenna á Evrópumótinu í badminton sem fer fram í Danmörku.

Ragna tapaði fyrir Sarah Walker frá Englandií tveimur lotum, 21-17 og 21-14. Ragna er þó langt fyrir ofan Walker á styrkleikalista Alþjóða badmintonsambandsins.

Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir kepptu í 16-liða úrslitum í tvenndarkeppni og töpuðu fyrir sterku bresku pari, Robert Blair frá Englandi og Imogan Bankier frá Skotlandi, 21-14 og 21-13.

Þá mætti Tinna sterkum keppanda frá Hollandi, Jie Yao, í annarri umferð einliðaleiks kvenna og tapaði, 21-9 og 21-17.

Ragna og Katrín Atladóttir munu síðar í dag mæta hollensku pari í tvíliðaleik kvenna og þeir Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson ensku pari í tvíliðaleik karla.

Atli Jóhannesson og Bjarki Stefánsson keppa einnig í tvíliðaleik karla og mæta dönsku pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×