Erlent

Hættulegustu Evrópulöndin að keyra í -Ísland númer 17

Óli Tynes skrifar
Það er mishættulegt að keyra í Evrópulöndum.
Það er mishættulegt að keyra í Evrópulöndum.

Ísland er sautjánda hættulegasta land í Evrópu að keyra í, samkvæmt samantekt norsku vegagerðarinnar.

Flug og bíll er orðinn vinsæll ferðamáti hjá Íslendingum sem öðrum. En það er ekki sama hvert er farið ef menn hugsa um öryggi. Sum lönd eru hættulegri en önnur. Það er til dæmis hættulegra að ferðast í Austur-Evrópu en víða annarsstaðar. Raunar líka í Suður-Evrópu.

Norska vegagerðin hefur tekið saman lista yfir þau lönd sem eru hættulegust til aksturs. Þar er miðað við fjölda banaslysa á hverja 100 þúsund íbúa. Fjöldi slysa er innan sviga aftan við löndin á þessum lista.

Hættulegustu löndin eru;

1. Grikkland (15.9)

2. Pólland (14.3)

3. Belgía (13.0)

4. Slóvenía (12.9)

5. Ungverjaland (12.7)

6. Tékkland (12.6)

7. Portúgal (11.8)

8. Slóvakía (11.3)

9. Lúxemborg (11.1)

10. Spánn (10.3)

Norðurlöndin skipa sér svona:

15. Finnland (7.2)

17. Ísland (6.5)

18. Danmörk (6.1)

21. Svíþjóð (4.9)

22. Noregur (4.9)

Öruggast, í 23. sæti er svo Holland (4.6)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×