Fótbolti

Arshavin vill spila á Spáni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arshavin fagnar gegn Hollandi.
Arshavin fagnar gegn Hollandi.

Rússneski leikmaðurinn Andrei Arshavin segist hafa tilboð frá liðum í Englandi og Þýskalandi en hann vilji sjálfur helst fara í spænska boltann. Arshavin hefur vakið mikla athygli á Evrópumótinu en hann átti stórleik þegar Rússland vann Holland.

Arshavin var í leikbanni fyrstu tvo leiki Rússa en átti síðan mjög góðan leik gegn Svíþjóð í síðustu umferð riðlakeppninnar. Hann lék frábærlega með Zenit frá Pétursborg síðasta tímabil en liðið vann Evrópukeppni félagsliða.

Ensku liðin Arsenal, Chelsea, Everton, Manchester City og Newcastle eru öll vera talin á eftir þessum 27 ára leikmanni. Þá er talið að spænska liðið Barcelona telji hann hugsanlega geta fyllt skarð Deco.

„Kannski er tími til kominn að halda annað. Draumur minn er að leika í spænsku deildinni. Ég hef alltaf fylgst vel með fótboltanum á Spáni. Ég hef hinsvegar fengið tilboð frá Englandi og Þýskalandi en ekkert frá Spáni enn sem komið er," sagði Arshavin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×