NBA: Detroit kláraði Philadelphia Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2008 09:00 Andre Iguodala reynir að stöðva Tayshaun Prince Nordic Photos / Getty Images Aðeins einn leikur fór fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en Detroit vann öruggan sigur á Philadelphia og tryggði sér þar með sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Detroit vann 23 stiga sigur, 100-77, og þar með rimmuna 4-2 eftir að hafa lent 2-1 undir. Detriot skoraði fyrstu tíu stigin í leiknum í nótt og hafði strax mikla forystu eftir fyrsta leikhluta, 30-12. Sigurinn var því aldrei í hættu. Detroit vann síðari hálfleikinn í fjórða leiknum í rimmu liðanna með 57 stigum gegn 38 og eftir það hafði liðið mikla yfirburði. Síðustu tveir leikirnir unnust samtals með 40 stigum. „Það tók okkur smá tíma að komast í taktinn en þegar það kom og við áttuðum okkur á hvernig væri best að spila gegn þeim gekk þetta vel hjá okkur," sagði Chauncey Billups, leikmaður Detroit, eftir leikinn. Hann skoraði 20 stig í leiknum en Richard Hamilton var stigahæstur með 24 stig. Andre Iguodala var stigahæstur hjá Philadelphia með sextán stig. Detroit mætir Orlando í næstu umferð úrslitakeppninnar og hefst rimma liðanna á morgun í Detroit. Í kvöld eru þrír leikir á dagskrá NBA-deildarinnar og verður hægt að sjá tvo þeirra í beinni útsendingu. Atlanta tekur á móti Boston sem hefur 3-2 forystu í rimmunni og hefst leikurinn á miðnætti í kvöld. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Klukkan 01.30 í nótt hefst svo leikur Utah og Houston þar sem fyrrnefnda liðið hefur 3-2 forystu. Sá leikur verður í beinni útsendingu á NBA TV sem er á rás 48 á Digital Ísland. Þá mætast einnig Cleveland og Washington en fyrrnefnda liðið hefur 3-2 forystu í þeirri rimmu en leikið verður á heimavelli Washington. NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Aðeins einn leikur fór fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en Detroit vann öruggan sigur á Philadelphia og tryggði sér þar með sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Detroit vann 23 stiga sigur, 100-77, og þar með rimmuna 4-2 eftir að hafa lent 2-1 undir. Detriot skoraði fyrstu tíu stigin í leiknum í nótt og hafði strax mikla forystu eftir fyrsta leikhluta, 30-12. Sigurinn var því aldrei í hættu. Detroit vann síðari hálfleikinn í fjórða leiknum í rimmu liðanna með 57 stigum gegn 38 og eftir það hafði liðið mikla yfirburði. Síðustu tveir leikirnir unnust samtals með 40 stigum. „Það tók okkur smá tíma að komast í taktinn en þegar það kom og við áttuðum okkur á hvernig væri best að spila gegn þeim gekk þetta vel hjá okkur," sagði Chauncey Billups, leikmaður Detroit, eftir leikinn. Hann skoraði 20 stig í leiknum en Richard Hamilton var stigahæstur með 24 stig. Andre Iguodala var stigahæstur hjá Philadelphia með sextán stig. Detroit mætir Orlando í næstu umferð úrslitakeppninnar og hefst rimma liðanna á morgun í Detroit. Í kvöld eru þrír leikir á dagskrá NBA-deildarinnar og verður hægt að sjá tvo þeirra í beinni útsendingu. Atlanta tekur á móti Boston sem hefur 3-2 forystu í rimmunni og hefst leikurinn á miðnætti í kvöld. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Klukkan 01.30 í nótt hefst svo leikur Utah og Houston þar sem fyrrnefnda liðið hefur 3-2 forystu. Sá leikur verður í beinni útsendingu á NBA TV sem er á rás 48 á Digital Ísland. Þá mætast einnig Cleveland og Washington en fyrrnefnda liðið hefur 3-2 forystu í þeirri rimmu en leikið verður á heimavelli Washington.
NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira