Eigum ekki átján treyjur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2008 14:47 Lyfta KB-menn bikarnum á loft í ár? Mynd/E. Stefán KR tekur annað kvöld á móti KB í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla. „Stórleikur umferðarinnar," segja aðstandendur félaganna. Leiknum hefur verið frestað til klukkan 21.00 annað kvöld. Það þýðir að þeir sem hafa áhuga á leiknum þurfa ekki að velja milli hans og leiks Þýskalands og Portúgals á EM sem verður fyrr um kvöldið. Félögin héldu sameiginlegan blaðamannafund í KR-heimilinu í dag þar sem Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, og Þórður Einarsson, leikmaður og þjálfari KB, sátu fyrir svörum. „Ég er sjálfur uppalinn Breiðhyltingur og er því mjög ánægður með að fá KB í heimsókn," sagði Rúnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að annað liðið þurfi að detta úr leik en það er alveg ljóst að við ætlum okkur ekki að vanmeta andstæðing okkar. KB vann Njarðvík í síðustu umferð og sjálfir gerðum við jafntefli við Njarðvík á undirbúningstímabilinu." „Við munum stilla upp sterku liði þó svo að það verði einhverjar breytingar frá síðasta leik," sagði Rúnar. Þórður var mjög sigurviss fyrir leikinn og spáði því að hann myndi skora sigurmarkið úr vítaspyrnu á 87. mínútu. „KB ætlar sér sigur í bikarkeppninni og komið að KR á morgun. Við ætlum okkur sigur." KB leikur í 3. deildinni og er í beinum tengslum við Leikni. Sumir leikmanna félagsins léku áður með Leikni eða eru þá í láni frá Leikni hjá félaginu. Þórður sagði æfingar hefðu gengið vel fyrir leikinn þó þær hafi ekki verið fjölmennar. „Við tókum mjög góða æfingu á mánudagskvöldið en vorum að vísu bara tíu sem mættum. Þetta var samt mjög góð æfing. Ætli það verði þó ekki fullmannað í kvöld." Hann býst þó ekki við að liðið verði með fullmannaða leikskýrslu í leiknum annað kvöld þó svo að liðið sé með nógu marga leikmenn á sínum snærum. „Við eigum ekki átján treyjur. Þær eru líklegast bara sextán. Svo höfum við ekki haft efni á að kaupa markmannstreyju," sagði Þórður. Leikurinn hefur þó og verður áfram vel auglýstur og vonast forráðamenn félaganna eftir góðri mætingu. „Það væri gaman að fá þúsund manns á völlinn. Sérstaklega vonumst við til þess að Miðjan mæti. Okkar stuðningsmenn, Leifsmenn, ætla að fjölmenna á völlinn og yfirgnæfa Miðjuna - ef hún mætir." Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
KR tekur annað kvöld á móti KB í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla. „Stórleikur umferðarinnar," segja aðstandendur félaganna. Leiknum hefur verið frestað til klukkan 21.00 annað kvöld. Það þýðir að þeir sem hafa áhuga á leiknum þurfa ekki að velja milli hans og leiks Þýskalands og Portúgals á EM sem verður fyrr um kvöldið. Félögin héldu sameiginlegan blaðamannafund í KR-heimilinu í dag þar sem Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, og Þórður Einarsson, leikmaður og þjálfari KB, sátu fyrir svörum. „Ég er sjálfur uppalinn Breiðhyltingur og er því mjög ánægður með að fá KB í heimsókn," sagði Rúnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að annað liðið þurfi að detta úr leik en það er alveg ljóst að við ætlum okkur ekki að vanmeta andstæðing okkar. KB vann Njarðvík í síðustu umferð og sjálfir gerðum við jafntefli við Njarðvík á undirbúningstímabilinu." „Við munum stilla upp sterku liði þó svo að það verði einhverjar breytingar frá síðasta leik," sagði Rúnar. Þórður var mjög sigurviss fyrir leikinn og spáði því að hann myndi skora sigurmarkið úr vítaspyrnu á 87. mínútu. „KB ætlar sér sigur í bikarkeppninni og komið að KR á morgun. Við ætlum okkur sigur." KB leikur í 3. deildinni og er í beinum tengslum við Leikni. Sumir leikmanna félagsins léku áður með Leikni eða eru þá í láni frá Leikni hjá félaginu. Þórður sagði æfingar hefðu gengið vel fyrir leikinn þó þær hafi ekki verið fjölmennar. „Við tókum mjög góða æfingu á mánudagskvöldið en vorum að vísu bara tíu sem mættum. Þetta var samt mjög góð æfing. Ætli það verði þó ekki fullmannað í kvöld." Hann býst þó ekki við að liðið verði með fullmannaða leikskýrslu í leiknum annað kvöld þó svo að liðið sé með nógu marga leikmenn á sínum snærum. „Við eigum ekki átján treyjur. Þær eru líklegast bara sextán. Svo höfum við ekki haft efni á að kaupa markmannstreyju," sagði Þórður. Leikurinn hefur þó og verður áfram vel auglýstur og vonast forráðamenn félaganna eftir góðri mætingu. „Það væri gaman að fá þúsund manns á völlinn. Sérstaklega vonumst við til þess að Miðjan mæti. Okkar stuðningsmenn, Leifsmenn, ætla að fjölmenna á völlinn og yfirgnæfa Miðjuna - ef hún mætir."
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira