Íslenski boltinn

KR vann Breiðablik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valur og KR unnu bæði sína leiki í kvöld auk þess sem bæði Katrín Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu fyrir sín lið.
Valur og KR unnu bæði sína leiki í kvöld auk þess sem bæði Katrín Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu fyrir sín lið.
KR og Valur eru enn með fullt hús stiga í Landsbankadeild kvenna en fjórir leikir fóru fram í deildinni í kvöld.

KR vann 3-0 sigur á Breiðabliki á heimavelli. Hrefna Huld Jóhannesdóttir kom KR yfir á 36. mínútu en Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleik.

Þá vann Valur 7-1 stórsigur á Fjölni í Grafarvoginum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö marka Vals og þær Málfríður Erna Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Katrín Jónsdóttir, Sif Rykær og Kristín Ýr Bjarnadóttir eitt hver. Kristin Hextall skoraði mark Fjölnis.

Þá vann Stjarnan 2-0 sigur á Aftureldingu og Keflavík vann Fylki á heimavelli, 2-1.

Valur og KR eru bæði með níu stig eftir þrjá leiki en Stjarnan kemur næst með sjö stig. Keflavík og Breiðablik eru með fjögur stig, Fylkir og Afturelding þrjú og Fjölnir ekkert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×