Erlent

Útlendingahatarar í stjórn Berlusconis

Óli Tynes skrifar
Umberto Bossi gefur innflytjendum fingurinn.
Umberto Bossi gefur innflytjendum fingurinn.

Norðurbandalagið á Ítalíu segir að það muni taka við lykilráðuneytinum í nýrri ríkisstjórn Silvios Berlusconis.

Bandalagið er fjandsamlegt innflytjendum og mun þarna komast í stöðu til þess að taka hart á innflytjendum sem það sakar um að bera ábyrgð á aukningu ofbeldisglæpa.

Öllum að óvörum fékk bandalagið 8 prósent atkvæða í kosningunum um síðustu helgi.

Umberto Bossi, formaður Norðurbandalagsins segir að flokkur hans muni fá embætti innanríkisráðherra, umbótaráðherra og landbúnaðarráðherra. Þar að auki verði Roberto Calderoli aðstoðarforsætisráðherra.

Calderoli hefur angrað múslima með allskonar uppátækjum. Hann klæddist til dæmis bol með dönsku teikningunum af Múhameð spámanni.

Einnig hélt hann dag svínsins í hverfi múslima á síðasta ári og hótaði að ganga með svín yfir lóð þar sem reisa á bænahús. Múslimar líta á svín sem óhrein dýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×