Körfubolti

Fyrsti sigur Oklahoma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Durant á leið í troðslu í leiknum í nótt.
Kevin Durant á leið í troðslu í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images

Oklahoma City Thunder, sem áður hér Seattle Supersonics, vann sinn fyrsta sigur í NBA-deildinni í nótt er liðið vann Minnesota, 88-85.

Leikurinn var æsispennandi en nýliðinn Russell Westbrook kom Oklahoma í forystu, 86-85, þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. Minnesota skoraði hins vegar ekki úr síðustu sex sóknum sínum í leiknum og Oklahoma vann sinn fyrsta sigur í stuttri sögu liðsins.

Oklahoma var undir í þriðja leikhluta en liðið tók þá 13-0 sprett sem dugði til að koma því aftur inn í leikinn.

Kevin Durant skoraði átján stig fyrir Oklahoma og Westbook fjórtán. Jeff Green var með þrettán stig.

Al Jefferson var stigahæstur hjá Minnesota með 24 stig og þrettán fráköst. Craig Smith var með þrettán stig og Ryan Gomes tólf.

Lítið virðist ganga hjá Mike D'Antoni og lærisveinum hans í New York Knicks. Liðið tapaði í nótt á heimavelli fyrir Milwaukee, 94-86.

Staðan í hálfleik var 49-45, Milwaukee í vil sem skoraði svo fyrstu tólf stigin í þriðja leikhluta. Það reyndist of mikill munur fyrir New York.

Sterkur varnarleikur færði Milwaukee sigurinn í nótt en Scott Skiles, fyrrum þjálfari Chicago, hefur breytt einu slakasta varnarliði NBA-deildarinnar í öflugt varnarlið nú í upphafi tímabilsins.

Richard Jefferson og Ramon Sessions voru báðir með átján stig í leiknum og þeir Charlie Villanueva og Michael Redd voru með sextán hvor.

Hjá New York var Quentin Richardson stigahæstur með 28 stig. Zach Randolph var með fimmtán og þrettán fráköst og Nate Robinson fjórtán stig.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×