Fótbolti

Eto´o er í Úsbekistan

NordcPhotos/GettyImages

Ein óvæntasta fréttin í knattspyrnuheiminum í vikunni var án efa yfirlýsingin frá meistaraliði Kuruvchi í Úsbekistan, þar sem því var haldið fram að félagið hefði náð samkomulagi við framherjann Samuel Eto´o hjá Barcelona um að leika með liðinu.

Þessi óvæntu tíðindi hafa nú fengið byr undir báða vængi eftir að fréttist að Kamerúnmaðurinn sé staddur í Úsbekistan. Hann mun vera í viðræðum við forráðamenn félagsins um að spila með liðinu í nokkra mánuði eftir að hafa verið gefið leyfi ti að fara frá Barcelona.

Því hefur verið haldið fram að Eto´o muni fá gríðarlegar fjárhæðir fyrir þennan stutta samning sinn, en forráðamenn Kuruvchi segja að ekkert slíkt sé uppi á teningnum - samningurinn sé aðeins gerður vegna vinatengsla félaganna.

Forráðamenn Barcelona hafa enn ekki staðfest að af þessum samningum verði, en þeim Carles Puyol, Xavi og Andres Iniesta hefur líka verið boðið til Úsbekistan til að aðstoða við uppbygginu í yngri flokkum félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×