Erlent

Norska löggan veður í peningum

Óli Tynes skrifar

Norska lögreglan var tæpa fjóra milljarða króna undir fjárlögum á síðasta ári. Stjórnvöld hafa undanfarin ár bæði aukið mjög fjárveitingar til lögreglu og lagt áherslu á aðhald í rekstri.

Árangurinn er rekstrarafgangur upp á tæpa fjóra milljarða íslenskra króna.

Ekki þykir þó ástæða til þess að fagna þessu, þar sem ástæðan er meðal annars sú að það er skortur á lögregluþjónum.

Alltof fáir nýliðar bætast í lögregluna og launakostnaður því lægri en gert var ráð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×