Meistaradeildardrátturinn í beinni útsendingu á Vísi klukkan 16:00 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. ágúst 2008 10:06 Manchester United hefur titil að verja í Meistaradeildinni. Nordic Photos / AFP Vísir mun sýna í beinni útsendingu hér á vefnum er dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir komandi keppnistímabil í bestu deild í heimi. Smelltu hér til að sjá útsendinguna en hún hefst klukkan 16.00. Stöð 2 Sport verður með beinar útsendingum frá leikjum í hverri umferð Meistaradeildarinnar eins og undanfarin ár. Þó verða fleiri leikir í beinni útsendingu nú en nokkru sinni hefur áður verið. Keppni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst þann 16. september næstkomandi. Sextán lið þurftu ekki að taka þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar en önnur sextán unnu sér í gær eða í fyrradag þátttökurétt í riðlakeppninni með því að sigra andstæðing sinn í þriðju og síðustu umferð lokakeppninnar. Liðunum 32 hefur nú verið skipt í fjóra styrkleikaflokka sem eru byggðir á stigakerfi Knattspyrnusambands Evrópu. Stigin eru reiknuð út frá árangri liðanna á undanförnum árum. Manchester United fær reyndar efsta sæti á styrkleikalistanum sem núverandi meistari. 1. styrkleikaflokkur: Manchester United (Englandi) Chelsea (Englandi) Liverpool (Englandi) Barcelona (Spáni) Arsenal (Englandi) Lyon (Frakklandi) Inter (Ítalíu) Real Madrid (Spáni) 2. styrkleikaflokkur: Bayern München (Þýskalandi) PSV Eindhoven (Hollandi) Villarreal (Spáni) Roma (Ítalíu) Porto (Portúgal) Werder Bremen (Þýskalandi) Sporting Lissabon (Portúgal) Juventus (Ítalíu) 3. styrkleikaflokkur: Marseille (Frakklandi) Zenit St. Pétursborg (Rússlandi) Steaua Búkarest (Rúmeníu) Panathinaikos (Grikklandi) Bordeaux (Frakklandi) Celtic (Skotlandi) Basel (Sviss) Fenerbahce (Tyrklandi) 4. styrkleikaflokkur: Shakhtar Donetsk (Úkraínu) Fiorentina (Ítalíu) Atletico Madrid (Spáni) Dynamo Kiev (Úkraínu) CFR Cluj (Rúmeníu) Álaborg (Danmörku) Anorthosis Famagusta (Kýpur) BATE Borisov (Hvíta-Rússlandi)Eitt lið frá Norðurlöndunum verður með íriðlakeppninni að þessu sinni en það er Álaborg sem var meistari í Danmörku á síðasta keppnistímabili. Þetta er í annað skiptið sem Álaborg kemst í riðlakeppnina en í fyrsta skiptið var það haustið 1995.Þá eiga Kýpverjar og Hvít-Rússar fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta skiptið í sögunni. BATE Borisov komst óvænt áfram í riðlakeppnina eftir sigur á Levski Sofia í þriðju umferð forkeppninnar.BATE mætti Valsmönnum í fyrst umferðinni og svo belgíska stórliðinu Anderlecht í annarri umferðinni.Anorthosis Famagusta frá Kýpur gerði sér lítið fyrir og sló út stórveldið Olympiakos frá Grikklandi í þriðju umferðinni.Alls hefur 31 land átt fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðan hún var stofnuð árið 1992. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Vísir mun sýna í beinni útsendingu hér á vefnum er dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir komandi keppnistímabil í bestu deild í heimi. Smelltu hér til að sjá útsendinguna en hún hefst klukkan 16.00. Stöð 2 Sport verður með beinar útsendingum frá leikjum í hverri umferð Meistaradeildarinnar eins og undanfarin ár. Þó verða fleiri leikir í beinni útsendingu nú en nokkru sinni hefur áður verið. Keppni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst þann 16. september næstkomandi. Sextán lið þurftu ekki að taka þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar en önnur sextán unnu sér í gær eða í fyrradag þátttökurétt í riðlakeppninni með því að sigra andstæðing sinn í þriðju og síðustu umferð lokakeppninnar. Liðunum 32 hefur nú verið skipt í fjóra styrkleikaflokka sem eru byggðir á stigakerfi Knattspyrnusambands Evrópu. Stigin eru reiknuð út frá árangri liðanna á undanförnum árum. Manchester United fær reyndar efsta sæti á styrkleikalistanum sem núverandi meistari. 1. styrkleikaflokkur: Manchester United (Englandi) Chelsea (Englandi) Liverpool (Englandi) Barcelona (Spáni) Arsenal (Englandi) Lyon (Frakklandi) Inter (Ítalíu) Real Madrid (Spáni) 2. styrkleikaflokkur: Bayern München (Þýskalandi) PSV Eindhoven (Hollandi) Villarreal (Spáni) Roma (Ítalíu) Porto (Portúgal) Werder Bremen (Þýskalandi) Sporting Lissabon (Portúgal) Juventus (Ítalíu) 3. styrkleikaflokkur: Marseille (Frakklandi) Zenit St. Pétursborg (Rússlandi) Steaua Búkarest (Rúmeníu) Panathinaikos (Grikklandi) Bordeaux (Frakklandi) Celtic (Skotlandi) Basel (Sviss) Fenerbahce (Tyrklandi) 4. styrkleikaflokkur: Shakhtar Donetsk (Úkraínu) Fiorentina (Ítalíu) Atletico Madrid (Spáni) Dynamo Kiev (Úkraínu) CFR Cluj (Rúmeníu) Álaborg (Danmörku) Anorthosis Famagusta (Kýpur) BATE Borisov (Hvíta-Rússlandi)Eitt lið frá Norðurlöndunum verður með íriðlakeppninni að þessu sinni en það er Álaborg sem var meistari í Danmörku á síðasta keppnistímabili. Þetta er í annað skiptið sem Álaborg kemst í riðlakeppnina en í fyrsta skiptið var það haustið 1995.Þá eiga Kýpverjar og Hvít-Rússar fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta skiptið í sögunni. BATE Borisov komst óvænt áfram í riðlakeppnina eftir sigur á Levski Sofia í þriðju umferð forkeppninnar.BATE mætti Valsmönnum í fyrst umferðinni og svo belgíska stórliðinu Anderlecht í annarri umferðinni.Anorthosis Famagusta frá Kýpur gerði sér lítið fyrir og sló út stórveldið Olympiakos frá Grikklandi í þriðju umferðinni.Alls hefur 31 land átt fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðan hún var stofnuð árið 1992.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira