Erlent

Sólskins Ferrari

Óli Tynes skrifar
Ferrari California.
Ferrari California.

Ferrari verksmiðjurnar senda í haust frá sér nýja tegund sem fengið hefur nafnið Ferrari California.

Hann verður eingöngu fáanlegur sem blæjubíll, en verður með niðurfellanlegan harðtopp. Þetta er í annað skipti sem Ferrari kenna bíl við Kaliforníu. Sá fyrri var 250 GT California.

Bíllinn kemur með glænýrri vél, 4.3 lítra V8 sem skilar 460 hestöflum. Í henni er hrært með sjö gíra kassa.

Eins og títt er um Ferrari verður bíllinn bæði snöggur og hraðskreiður.

Það tekur innan við fjórar sekúndur að fara úr kyrrstöðu upp í 100 kílómetra hraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×