Körfubolti

Ewing og Olajuwon í heiðurshöllina

Ewing er fæddur á Jamaíka en Olajuwon í Nígeríu
Ewing er fæddur á Jamaíka en Olajuwon í Nígeríu NordicPhotos/GettyImages

Sjö einstaklingar voru í gærkvöld vígðir inn í heiðurshöll körfuboltans í Springfield í Bandaríkjunum. Þar á meðal voru miðherjarnir Patrick Ewing og Hakeem Olajuwon og þjálfarinn Pat Riley.

Ewing og Olajuwon voru skæðir keppinautar allan sinn feril og mættust bæði í úrslitum háskólaboltans árið 1984 og í úrslitum NBA deildarinnar áratug síðar. Þeir eru tveir af bestu miðherjum NBA sögunnar.

Pat Riley vann NBA titla sem leikmaður og aðstoðarþjálfari og bætti fimm titlum í safnið sem aðalþjálfari - fjórum með gullaldarliði LA Lakers á níunda áratugnum og þeim síðasta með Miami Heat árið 2006.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×