Fótbolti

Eiður fékk mest að spila í Skotlandi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eiður í leiknum gegn Hibernian.
Eiður í leiknum gegn Hibernian.

Barcelona lék tvo æfingaleiki í Skotlandi en athyglisvert er að Eiður Smári Guðjohnsen fékk mestan spilatíma af leikmönnum liðsins. Eiður lék í 140 mínútur en Alexander Hleb, nýjasti liðsmaður Börsunga, lék alls 21 mínútu.

Josep Guardiola, þjálfari Barcelona, gaf þarna Eiði tækifæri til að sanna sig en framtíð íslenska landsliðsmannsins er í nokkurri óvissu.

Barcelona skoraði ellefu mörk í þessum tveimur leikjum en þau skiptust á milli sjö leikmanna. Eiður skoraði tvö af þeim, þar á meðal fyrsta mark Barcelona á undirbúningstímabilinu.

Ekkert af mörkunum ellefu kom með skalla en aðeins eitt þeirra kom með skoti utan teigs, það var fyrra mark Eiðs gegn Hibernian.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×