Tinna: Einn besti dagurinn á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 16:06 Tinna Helgadóttir. Mynd/Vilhelm Tinna Helgadóttir var hæstánægð með árangur dagsins á Evrópumótinu í badminton enda vann hún allar þrjár viðureignir sínar í dag. Tinna keppti í tveimur viðureignum í tvenndarleik með Helga Jóhannessyni í dag og unnust þær báðar. Tinna og Helgi eru því komin áfram í 16-liða úrslit. Tinna vann sömuleiðis góðan sigur á sterkum andstæðingi í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna. „Þetta er það sem maður hefur stefnt að og búið að vera alveg rosalega gaman. Ég held að þetta sé einhver besti dagurinn á mínum ferli, allavega í einstaklingskeppninni," sagði Tinna í samtali við Vísi í dag. Hún segir að fyrir leikinn gegn pólska parinu í annarri umferð tvenndarkeppninnar hafi hún og Helgi ekki búist endilega við sigri. „En svo náðum við að spila alveg ótrúlega vel. Við unnum fyrstu lotuna í bráðabana og náðum okkur svo mjög vel á strik í annarri lotunni. Þau fóru eiginlega bara í fýlu og við tókum þau hreinlega í nefið." Andstæðingur Tinnu í einliðaleiknum er í 80. sæti á styrkleikalista Alþjóða badmintonsambandsins. „Ég er nú varla inn á þessum heimslista og var ég ótrúlega ánægð með þennan sigur." Á morgun bíða henni erfiðir andstæðingar, bæði í einliðaleiknum sem og tvenndarkeppninni. „Á morgun spila ég gegn stelpu í einliðaleiknum sem hefur orðið Evrópumeistari og unnið mörg mót. Þetta snýst því meira um hversu mörg stig ég fæ gegn henni," sagði hún í léttum dúr. „Það er svo mjög sterkt breskt par sem bíður okkar í tvenndarkeppninni og verður svipað upp á teningnum þar. Við ætlum bara í leikinn til að gera okkar besta." „Það er viðbúið að mæta svo sterkum andstæðingum þegar maður er kominn þetta langt í mótinu og ekkert nema gott um það að segja." Fyrr í vikunni var keppt í liðakeppni á Evrópumótinu og þar náði íslenska landsliðið að halda sæti sínu í A-deild mótsins eftir frækinn sigur á Finnum í hreinum úrslitaleik um hvort liðið héldi sæti sínu í keppni þeirra bestu. „Það var alveg frábær sigur enda höfum við ekki unnið Finna í 20 ár. Það er því ekki hægt að segja annað en að þessi ferð hefur verið toppurinn á tilverunni hjá okkur." Erlendar Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Sjá meira
Tinna Helgadóttir var hæstánægð með árangur dagsins á Evrópumótinu í badminton enda vann hún allar þrjár viðureignir sínar í dag. Tinna keppti í tveimur viðureignum í tvenndarleik með Helga Jóhannessyni í dag og unnust þær báðar. Tinna og Helgi eru því komin áfram í 16-liða úrslit. Tinna vann sömuleiðis góðan sigur á sterkum andstæðingi í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna. „Þetta er það sem maður hefur stefnt að og búið að vera alveg rosalega gaman. Ég held að þetta sé einhver besti dagurinn á mínum ferli, allavega í einstaklingskeppninni," sagði Tinna í samtali við Vísi í dag. Hún segir að fyrir leikinn gegn pólska parinu í annarri umferð tvenndarkeppninnar hafi hún og Helgi ekki búist endilega við sigri. „En svo náðum við að spila alveg ótrúlega vel. Við unnum fyrstu lotuna í bráðabana og náðum okkur svo mjög vel á strik í annarri lotunni. Þau fóru eiginlega bara í fýlu og við tókum þau hreinlega í nefið." Andstæðingur Tinnu í einliðaleiknum er í 80. sæti á styrkleikalista Alþjóða badmintonsambandsins. „Ég er nú varla inn á þessum heimslista og var ég ótrúlega ánægð með þennan sigur." Á morgun bíða henni erfiðir andstæðingar, bæði í einliðaleiknum sem og tvenndarkeppninni. „Á morgun spila ég gegn stelpu í einliðaleiknum sem hefur orðið Evrópumeistari og unnið mörg mót. Þetta snýst því meira um hversu mörg stig ég fæ gegn henni," sagði hún í léttum dúr. „Það er svo mjög sterkt breskt par sem bíður okkar í tvenndarkeppninni og verður svipað upp á teningnum þar. Við ætlum bara í leikinn til að gera okkar besta." „Það er viðbúið að mæta svo sterkum andstæðingum þegar maður er kominn þetta langt í mótinu og ekkert nema gott um það að segja." Fyrr í vikunni var keppt í liðakeppni á Evrópumótinu og þar náði íslenska landsliðið að halda sæti sínu í A-deild mótsins eftir frækinn sigur á Finnum í hreinum úrslitaleik um hvort liðið héldi sæti sínu í keppni þeirra bestu. „Það var alveg frábær sigur enda höfum við ekki unnið Finna í 20 ár. Það er því ekki hægt að segja annað en að þessi ferð hefur verið toppurinn á tilverunni hjá okkur."
Erlendar Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Sjá meira