Matur

Lambageiri með fersku rósmarín

Leiðbeiningar

Hreinsið alla umframfitu af hryggnum og skerið hann í 3 cm þykkar sneiðar og rúllið upp. Notið spjót eða eitthvað beitt til að stinga í gegnum rúllurnar og setjið svo eina rósmaríngrein í gatið. Penslið með olíu og látið standa í 4-6 klst, eða yfir nótt í kæli. Kryddið með salti og pipar og grillið við meðalhita í 5-6 mín á hvorri hlið.

1 lambahryggur (látið úrbeina hann í kjötborði)

10 stórar rósmaríngreinar

sjávarsalt og nýmalaður pipar

jómfrúarolía





Kantarellusveppasósa

Leggið sveppina í heitt vatn í 5-10 mín. eða þar til þeir eru orðnir mjúkir og maukið í matvinnsluvél.

Blandið sveppum, grillolíu og sýrðum rjóma saman og kryddið með salti og pipar og látið standa í minnst 1 klst.

2 dósir 18% sýrður rjómi

25 g þurrkaðir kantarellusveppir

3 msk Cajp?s grillolía

sjávarsalt og nýmalaður pipar



Tómatsalat með chili og kóríander

Blandið saman kóríander, lauk, chili, sjávarsalti, olíu og balsamikediki í skál og hrærið vel saman. Skerið tómatana í sneiðar, raðið þeim á fat og hellið leginum yfir.

1 búnt ferskur kóríander, saxaður

1 rauðlaukur, saxaður

2 fersk rauð chilialdin, kjarnhreinsuð og söxuð

1 tsk sjávarsalt

3 msk jómfrúarolía

1 msk balsamikedik

6 stk stórir tómatar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×