Erlent

Elsta stytta sem fundist hefur af Júlíusi Sesar

Óli Tynes skrifar
Styttan af Júlíusi Sesar.
Styttan af Júlíusi Sesar.

Brjóstmynd af Júlíusi Sesar keisara Rómaveldis hefur fundist í Rínarfljóti í Frakklandi. Kafarar fundu brjóstmyndina skammt frá borginni Arles, sem Sesar stofnaði árið 46 fyrir Krist.

Talið er að brjóstmyndin sé einnig frá þeim tíma og því elsta stytta sem fundist hefur af keisaranum til þessa.

Styttan er greinilega gerð á efri árum Sesars. Andlit hans er rúnum rist. Þrjár aðrar styttur fundust á sama stað, þar af ein tæplega sex feta há af Neptúnusi. Hún er talin vera frá þriðju öld eftir Krist.

Fornleifafræðingurinn sem stjórnar leitinni segir að þeir séu rétt búnir að krafsa þarna í yfirborðið og þeir eigi von á að finna marga fleiri merkilega muni.

Meðal annars leita þeir skýringa á því af hverju styttunum var kastað í Rín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×