Aron: Hafði góða tilfinningu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2008 14:32 Aron Pálmarsson, leikmaður FH. Mynd/Valli Aron Pálmarsson, átján ára leikmaður FH, var í dag valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hann sagði í samtali við Vísi hafa góða tilfinningu fyrir valinu. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi og því hafði ég góða tilfinningu fyrir þessu án þess þó að ég hafi beinlínis átt von á því að vera valinn," sagði Aron. „Ég er því auðvitað mjög sáttur." „Þetta er auðvitað eitthvað sem ég hef stefnt að síðan ég var polli. Ég byrjaði ungur í yngri landsliðinum og ánægður með að þetta skuli rætast núna, meira að segja fyrr en maður átti von á." FH-ingar eru í fimmta sæti deildarinnar með sex stig en topplið Akureyrar og Vals eru með átta stig. FH er nýliði í deildinni og hefur því farið vel af stað í haust. „Þetta er búið að ganga vonum framar og ég er búinn að vera að spila vel. Ég er í toppformi þessa dagana eins og allt liðið. Við erum búnir að æfa vel í sumar og það er að borga sig nú." FH er með samkomulag við þýska úrvalsdeildarfélagið Lemgo um forkaupsrétt á Aroni sem kveður á um að ef FH fær tilboð í Aron fær Lemgo tækifæri til að jafna það. Samkomulagið gildir til 2010 en Aron segir ljóst að hugurinn hans stefnir í atvinnumensku. „Ég stefni á atvinnumennskuna síðar meir en mér finnst íslenska deildin henta mér ágætlega nú. Leikirnir eru ágætlega hraðir og skemtilegir. Það eru líka margir góðir leikmenn í deildinni, bæði ungir og efnilegir sem og leikmenn sem hafa komið heim úr atvinnumennsku. Flest liðin í deildinni eru líka mjög jöfn og leikirnir skemmtilegir." Honum líst vel á verkefnin sem eru framundan með landsliðinu. „Ég veit svo sem lítið um landslið Belgíu en Norðmenn eru sterkir. Ég vonast fyrst og fremst til þess að fá tækifærið og vonandi myndi ég þá nýta það. Svo stefni ég á að halda sæti mínu í hópnum þó það gæti verið erfitt. En ég mun halda mínu striki." Íslenski handboltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Aron Pálmarsson, átján ára leikmaður FH, var í dag valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hann sagði í samtali við Vísi hafa góða tilfinningu fyrir valinu. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi og því hafði ég góða tilfinningu fyrir þessu án þess þó að ég hafi beinlínis átt von á því að vera valinn," sagði Aron. „Ég er því auðvitað mjög sáttur." „Þetta er auðvitað eitthvað sem ég hef stefnt að síðan ég var polli. Ég byrjaði ungur í yngri landsliðinum og ánægður með að þetta skuli rætast núna, meira að segja fyrr en maður átti von á." FH-ingar eru í fimmta sæti deildarinnar með sex stig en topplið Akureyrar og Vals eru með átta stig. FH er nýliði í deildinni og hefur því farið vel af stað í haust. „Þetta er búið að ganga vonum framar og ég er búinn að vera að spila vel. Ég er í toppformi þessa dagana eins og allt liðið. Við erum búnir að æfa vel í sumar og það er að borga sig nú." FH er með samkomulag við þýska úrvalsdeildarfélagið Lemgo um forkaupsrétt á Aroni sem kveður á um að ef FH fær tilboð í Aron fær Lemgo tækifæri til að jafna það. Samkomulagið gildir til 2010 en Aron segir ljóst að hugurinn hans stefnir í atvinnumensku. „Ég stefni á atvinnumennskuna síðar meir en mér finnst íslenska deildin henta mér ágætlega nú. Leikirnir eru ágætlega hraðir og skemtilegir. Það eru líka margir góðir leikmenn í deildinni, bæði ungir og efnilegir sem og leikmenn sem hafa komið heim úr atvinnumennsku. Flest liðin í deildinni eru líka mjög jöfn og leikirnir skemmtilegir." Honum líst vel á verkefnin sem eru framundan með landsliðinu. „Ég veit svo sem lítið um landslið Belgíu en Norðmenn eru sterkir. Ég vonast fyrst og fremst til þess að fá tækifærið og vonandi myndi ég þá nýta það. Svo stefni ég á að halda sæti mínu í hópnum þó það gæti verið erfitt. En ég mun halda mínu striki."
Íslenski handboltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira