Fótbolti

Barcelona vill fá 5,8 milljarða fyrir Eto'o

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samuel Eto'o leikmaður Barcelona.
Samuel Eto'o leikmaður Barcelona. Nordic Photos / AFP

Börsungar hafa sett sóknarmanninn Samuel Eto'o á sölulista og vilja fá 40 milljónir punda fyrir hann eða rúma 5,8 milljarða króna.

Spænska blaðið Marca segir að helsta ástæða þess að Barcelona vilji selja Eto'o er að fjármagna leikmannakaup liðsins í sumar. Eto'o á tvö ár eftir af samningi sínum og því rétti tíminn að selja nú ef Börsungar vilja fá sem mest fyrir hann.

Það er hins vegar óvíst hvort að Eto'o vilji sjálfur fara frá Barcelona. Hann hefur látið ýmislegt látið flakka í fjölmiðlum um óánægju hans með gengi Börsunga en engu að síður er gefið til kynna í spænskum fjölmiðlum að hann vilji vera um kyrrt.

Tottenham er sagt vera að undirbúa tilboð í Eto'o enda er Juande Ramos, knattspyrnustjóri liðsins, sagður hafa mikinn áhuga á kappanum. Barcelona er sagt reiðubúið að skoða það ef þeir fá Dimitar Berbatov í skiptum auk peninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×